Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 170
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
þess að ég tel rétt að tala um stéttarlegan mun hér, er nýleg tilkoma
dýrra hönnunarverslana, þá sérstaklega fata- og fylgihlutaverslana, en
telja má að með notkun sKks vamings leggi neytendur áherslu á einstak-
lingseðh sitt sem þeir telja sig ekki geta gert í gegnum fjöldaframleidd-
an famað og vörumerki. OKklegt má telja að efnaminna fólk versh mik-
ið í slíkum verslunum, þótt vissulega sé frekari rannsókna þörf á
tengslum efnahags og notkunar tískuvamings.35 I samhengi tdð efnahag
má nota hreinleikahugtakið í ætt við útfærslu Barböm Kirshenblatt-
Gimblett á hugmyndum Mary Douglas. Kirshenblatt-Gimblett heldur
því fram að vegna þess að góður smekkur sé hluti af félagslegu kapítali
og stöðu ogverði lélegur smekkur tákn félagslegs óhreinleika.36 Hugtak-
ið „plebbalegt“ hefur í samtímanum líklega að einhverju leyti tekið Hð
hugtakinu „sveitalegt" sem vísun í eitthvað gamaldags. Vaxandi mikil-
vægi þess endurspeglar mögulega slíka aukna stéttarlega áherslu, því
plebbalegt hefur einnig tilvísun til lágmenningar, en hugtakið kemur frá
latínu, plebs, sem merkir „fólk“ eða „lýður“ og var notað um lægri stétt-
ir í rómverska ríkinu.3' Sem dæmi um tengingu Hstmuna við stétt og
þjóðerni má einnig minnast á spiladósir listagallerísins Kirsuberjatrésim.
Þær eru handgerðar og myndu flokkast sem listmunir, enda verðlagðar
sem slíkar. Utlit þeirra er framúrstefhulegt en ef spiladósin er trekkt upp
má heyra spilaðar hinar kunnu Rrummavísur eða Vísur Vatmenda-Rósu
sem kallar vissulega ffam þjóðlega tengingu. Vörur sem væru aftur á
móti keyptar í Rammagerðinni eða öðrum verslunum sem sérhæfa sig í
sölu á þjóðlegum fjöldaframleiddum munum myndu hins vegar ekki
flokkast sem hluti af íslenskri tísku, þrátt fyrir að vera tánsælar meðal
ferðamanna.
Hrá þjóðemishyggja og menning þykir þannig dálítið hlægileg en
gjaldgeng ef hún er endurhönnuð og sett í bland við alþjóðlega þætti.
Stundum má sjá „hráa“ þjóðernishyggju notaða í ákveðnum tilgangi í
efni sem er ædað fyrir alþjóðlega markaði. I íslenskum bíómyndum er
35 Það má til dæmis leiða líkum að því að í gegnum verslanir með notuð föt, eins og
Spútnik, hafi íslenskir unglingar lagt áherslu á fatnað sem er fjöldaframleiddur en
samt að mörgu leyti einstakur.
36 Barbara Kirshenblatt-Gimblett, Destination Culture. Tourism, Museums and Heritage,
Berkeley: University of Cahfomia Press, 1998, bls. 265.
37 Guðrún Kvaran, „Orðið plebbi er í tísku núna en hvað þýðir það?“, Vísindavefur-
inn, 26.01.2004, http://visindavefur.hi.is/?id=3968 (skoðað 15. feb. 2007).
168