Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 172
KRISTIN LOFTSDOTTIR
Silvía Nótt sjálf leikin af leikkon-
unni Agústu Evu Erlendsdóttur.
Fyrir forkeppni Eurovision, sem
haldin var af Ríkissjónvarpinu,
hafði Silvía Nótt orðið nokkuð
kunn vegna þáttaraðar á sjónvarp-
stöðinni Skjá einum þar sem hún
var í aðalhlutverki og í kjölfar
Eddu-verðlaunanna, sem hún fékk
fyrir frammistöðu sína, upphófst
ákveðið Silvíu-æði meðal lands-
manna. Þátttaka Silvíu Nætur í
Eurovision virðist hafa leitt til þess
að höfundar persónunnar lögðu á
ráðin um frekari útbreiðslu henn-
ar. Silvía Nótt var því markaðssett
við hvert tækifæri af mikilli fag-
mennsku í gegnum margskonar
uppákomur fyrir keppnina, og mátti einnig sjá mikinn fjölda fjölmiðla-
viðtala við hana og var erfitt að sjá hvort um væri að ræða frumkvæði
einstakra fjölmiðlamanna eða mjög vel heppnaða markaðssetningu. Vís-
tm Bjarna Jónssonar til Silvíu Nætur sem „hið sanna þjóðleikhús“39
beinir athygli að því að borgin öll fékk hlutverk leiksviðs með Silvíu
Nætur í aðalhlutverki og var sýningin útfærð jafrivel af ennþá meiri
krafti þegar til Aþenu var komið. Silvía Nótt stendur fyrir og er ýkju-
mymd nýrrar táknmyndar íslenskra kvenna, þ.e. hinnar óbeisluðu nú-
tímakonu, sem er andhverfa hinnar hæglátu íslensku fjallkonu. Hún er
spillt í eðli sínu, lauslát og frjálslynd. Hér má minna á myndaþátt karla-
tímaritsins Playboy um íslenskar stúlkur, en einnig á auglýsingaherferð
Icelandair þar sem gert var út á slíka ímynd með orðaleikjum eins og
„Fancy a Dirty Weekend“. Jaínvel má líta svo á að tíðar frásagnir slúð-
ursíðna hérlendis af íslenskum stúlkum sem kvöldstundir með frægum
mönnum sem dveljast hér um stundarsakir gangi út á svipaða ímynd.
Þrátt fyrir að þessi ímynd „íslensku druslunnar“ eða „hinnar frjálslyndu
nútímakonu“ sé andhverfa fjallkonunnar, má velta fyrir sér hvort hún sé
39 Bjarni Jónsson, „Samtíminn settur á svið“, Morgunblaðið 4. mars 2006.