Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Qupperneq 173
ÚTRÁS ÍSLENDINGA OG HNATTVÆÐING HINS ÞJÓÐLEGA
ekki rétt eins og fjallkonan náttúruleg íslensk afurð, þ.e. að frjálslyndið,
taumleysið og fegurðin sé afurð íslenskrar náttúru ffekar en menningar
sem heldur áfram að vera svið karla og karlmennsku? Þessi nýja íslenska
kona er engu að síður sjálfstæð, hún bíður ekki hógvær eftir að tekið sé
efdr henni eins og fjallkonan - en sjálfstæði hennar er háð kynþokka
hennar og gengur að einhverju leytá út á að fá viðurkenningu frá karl-
mönnum. Þetta síðarnefhda mátti sjá á mjög skýran hátt í þáttunum um
Silvíu Nótt, The Silvia Night Show, sem voru til sýnis á sjónvarpsstöðinni
Skjá einurn vorið 2007. Þar var hún látin vera mjög háð viðurkenningu
frá unnusta sínum Romario.
I stuttu máh má segja að Silvía Nótt standi sem tákn uppbrots,
hömluleysis og ringulreiðar samtímans, eins og endurspeglast í mynd-
bandi hennar fyrir £z<mhno?z-keppnma, þar sem hún birtist í nýjum og
nýjum búningi sem voru hver öðrum litskrúðugri og fjörugri og hið
sama má segja um klæðnað hennar í Aþenu. Litlar sólhlífar sem flestir
eru vanir að sjá í kokteildrykkjum fengu hlutverk hárskrauts, ávextir,
blóm, fjaðraskraut, jafhvel íslenski skautbúningurinn gekk inn í sam-
bræðslu margvíslegra áhrifa. Allt var mögulegt og leyfilegt. Silvía Nótt
lét allt flakka í einskonar afhverju-ekki viðhorfi tdl heimsins. Það minnir
vissulega á „hvers-vegna-ekki“-samfélag þýska fræðimannsins Ulrichs
Becks og áherslu hans á einstaklingsvæðingu sem þátt í hnattvæddum
ferlum samtímans. Samhugur íslendinga með Silvíu fól þó í sér hóp-
kennd, tryggð og þjóðlega samkennd sem Beck talar um að molni með
framgangi einstaklingsvæðingar,40 en Silvía Nótt reyndi markvisst að að-
skilja sig frá slíkum gildum og byggði persónuna að ákveðnu leyti á
höfnun á þeim. Gaukur Ulfarsson, sem er einn af skapendum persón-
unnar, talaði um hana í viðtali sem einskonar „antá-Krist“ og að hún væri
ýktur spegill á samfélagið.41 Þegar Silvía var valin sem fulltrúi í Euro-
vision virtást Island eiga að geta sigrað heiminn eða öllu heldur Euro-
vision. Þessi táknræni heimsborgari virtást eiga að sýna þroskaða þjóð
sem tæld sig ekki lengur alvarlega og væri fullgildur meðlimur í einskon-
ar hnattrænu partíi þeirra nútímalegu.
40 Ulrich Beck, „Hvers-vegna-ekki-samfélagið”, bls. 58.
41 Helgi Snær Sigurðsson, „Upp með sólgleraugun! Ásgrímur Már Friðriksson, bún-
ingahönnuður Silvíu Nætur, lofar glamúr og glingri í Aþenu“, Morgunblaðið 5. mars
2006.
Í7I