Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 174
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
Þrátt fyrir að Silvíu Nótt hafi verið haldið á lofti af höfundum henn-
ar og aðdáendum sem gagnrýni á íslenskt samfélag nútímans mátti þó sjá
ákveðna forræðishyggju og lítið umburðarhmdi fi’rir gagnrýni á persón-
una sjálfa. Þeim sem þótti brandarinn ekki fyndinn eða Silvía skemmti-
leg af einhverri ástæðu voru almennt stimplaðir sem gamaldags og tor-
næmir því ástæðan hlaut að vera að þeir skildu ekki brandarann eða
þoldu ekki sjálfsgagnrýni. Það er skemmtilega mótsagnakennt að þótt
höfundar og aðdáendur Silvíu legðu ríka áherslu á að það mætti ekki tala
um leikritið sjálft (sem hefði vissulega veitt ákveðin sóknarfæri til að
skoða á gagnrýninn hátt fleiri fleti á íslensku samfélagi), þ.e. ekki tala um
Silvíu sem leikna persónu, máttu þeir sem gagnrýndu Silvíu hljóta háð
fyrir að tala um hana sem raunverulega persónu og það tekið til marks
um skilningsleysi þeirra á öllu gríninu.
Þrátt fyrir að Silvía Nótt væri nokkuð umdeild í aðdraganda for-
keppni Sjónvarpsins virtust Islendingar fylkja sér um hana þegar hún
vann forkeppnina eins og þeir höfðu gert með aðra keppendur árin á
undan. Þegar leikhúsið hélt svo áfram í Aþenu hvenær sem kostur gafst
virðist þó mörgum hafa þótt nóg um og gagnrýnisraddir komu upp,
jafnvel meðal stuðningsmanna. Mannfræðingurinn Amold van Genn-
ep42 notaði hugtakið liminality til að vísa til ákveðins stigs í vígsluathöfh-
um þar sem þeir innvígðu eru á milfl tveggja hlutverka eða sjálfsmynda.
A liminal-stigi eru almenn gildi í upplausn og einstaklingurinn er hvorki
eitt né annað. Það má jafnvel segja að Silvía Nótt hafi verið langdregið
liminality, því erfitt virtist vera fyrir höfundana að meta hversu langt ætti
að leiða „grínið“, hvenær leikritið ættd við. Þannig virtust meira að segja
stuðningsmenn Silvíu Nætur gagnrýna þá þungu áherslu sem lögð var á
stanslaust leikrit í Aþenu, eins og góður brandari sem hættir að vera
hlægilegur efdr að hafa verið sagður of oft, því þrátt fyrir allt grínið og
gleðina - það að hafa „bara“ gaman af keppnixmi - virtist það koma eins
og blaut tuska í andlit þjóðarinnar að Silvía skyldi ekki komast áfram.
Urslit undankeppninnar sýndu að þessi alþjóðlegi brandari þótti ekkert
sérstaklega fyndinn fyrir utan landsteinana og vonbrigðamuldur á borð
við að „þeir skildu bara ekki brandarann“ eða að hinir „tækju sig svona
alvarlega“ hljómaði dálítið eins og að berin væru súr.
42 Amold van Gennep, The Rites ofPassage, þýð. Monica B. Vizedon og Gabrielle L.
Caffee, Chicago: University of Chicago Press, 1961.
172