Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 178
KRISTIN LOFTSDOTTIR
Jóns Aðils að þjóðin muni rísa upp og sýna hvað í henni býr. Ég hef hér
skoðað áhersluatriði varðandi samræður þjóðarinnar túð Silvíu Nótt og
Magna og hvemig ímynd þeirra endurspeglar þjóðemishyggju í hnatt-
rænum veruleika. Þau urðu mikilvæg í umræðu almennings og fjölmiðla
vegna þess að þau em fulltrúar Islands á erlendri grundu og bera þannig
í sér ímynd lands og þjóðar. Silvía Nótt er táknmynd þjóðar sem telur að
hún verði að henda sér í hömluleysi hnattvædds veruleika, tileinka sér
allt og ekkert, til að fá viðurkenningu annarra, en Magni stendur hins
vegar fyrir þjóð sem heldur sínum sérkennum að hluta til en fær samt
viðurkenningu. Einstaklingsmiðuð þjóðemishyggja þar sem það þjóð-
lega fær alþjóðlegt ívaf birtist á óhkan hátt hjá Silvíu Nótt og Magna, en
bæði leggja áherslu á þjóðemi sitt og reyna að öðlast heimsfrægð sem
fulltrúar þjóðar sinnar. Einstaklingsmiðuð þjóðemishyggja endurspegl-
ar hvemig áhersla á hið þjóðlega, þ.e. hið staðbundna, er á frjósaman
hátt tengt áherslu á hið alþjóðlega sem æskilegt og þjóðemislegt, og
þátttöku í hnattrænu samfélagi sem mikilvæga og ákveðið tdrðingartákn.
Hér má einnig velta fyrir sér tengslum vinsælda ákveðinna táknmynda
við efnahag og kynferði og hvort misjöfh velgengni Magna og Silvíu
Nætur endurspegli að einhverju leyti efhahagslega strauma á hverjum
tíma. Silvía Nótt felur vissulega í sér nýja tegund kynjaðar ímvmdar Is-
lands, sem á þó fleiri þætti sameiginlega með fjallkonunni og eykonunni
Islandi en virðist við fyrstu sýn.
Að lokum má enn og aftur vísa til Jóns Jónssonar Aðils og orða hans
þegar hann segir að þjóðin geti enn „komist í fremstu röðina og lagt sinn
drjúga skerf til alheimsmenningar [...] Það er allt undir því komið að
þjóðin verði viðbúin þegar kallið kemur - og hennar kall kemur fýr eða
síðar.“43 Sú athygli sem Silvía Nótt og Magni vöktu, þá sérstaklega
möguleikinn á því að þau myndu öðlast heimsfrægð, sýnir að Islendingar
eru enn að bíða eftirvæntingarfullir eftir kallinu.
4J Jón Jónsson, íslenzkt þjóðemi, bls. 256.
176