Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 179
Noam Chomsky
Nýjar víddir í tungumálarannsóknum
Því er oft haldið fram að meira sé vitnað til bandaríska málvísindamannsins
Noams Chomskys en nokkurs annars ffæðimanns. Hvort sem það er nú rétt eða
ekki er óhætt að fullyrða að málvísindi sem grein hafa orðið fyrir gríðarlegum
og óafturkræfum breytingum fyrir tilstilli Chomskys. Sumir halda kannski að
þessar breytingar séu einkum fólgnar í því að Chomsky hafi innleitt tilteknar
formlegar aðferðir við mállýsingu, svo sem ummyndunarreglur (transforma-
sjónir), flóknar hríslur, homklofa, sviga, hugtök eins og djúpgerð og yfirborðs-
gerð eða eitthvað af því tagi. Enska heitið á málfræðistefnu Chomskys, genera-
tive grammar, ýtir líka undir þennan skilning af því að það vísar að nokkur leyti
til þeirrar tegundar af reglum sem gjarna eru notaðar í þessum ffæðurn en munu
reyndar ættaðar úr stærðffæði.
En þótt þetta allt og margt fleira af svipuðum toga hafi á einhverju stigi
gegnt veigamiklu hlutverki í fræðiskrifum Chomskys er sjálf byltingin þó ekki
fólgin í þessu, enda hefur formlega ffamsetningin verið talsverðum breytingum
undirorpin. Margt af sínum formlega tækjabúnaði hefur Chomsky líka sótt til
annarra, eins og þegar hefur verið vikið að. Þannig hefur stundum verið sagt að
hugmyndina um ummyndanareglur, sem leiða (eða leiddu) eina setningagerð af
annarri - eða af einhverri baklægri gerð - hafi Chomsky þegið frá læriföður
sínum Zellig Harris. Það má til sanns vegar færa. En einn af nemendum þeirra
beggja sagði einu sinni við mig að sannleikurinn væri þó sá að Chomsky hefði
tekið „krossgátuformið“ ffá Harris og gert úr því kenningakerfi („He stole
Harris’ cross-word puzzle and made a theory out of it“). Þetta er mergurinn
málsins. Bylting Chomskys var nefhilega öðru ffemur fólgin í því að hann
breytti afstöðu málvísindamanna (auðvitað ekki allra) til viðfangsefhis síns. Hann
gerði málvísindin að hluta hugffæða (e. cognitive science) og setti málnotandann
í öndvegi. Samkvæmt þessari stefnu, sem stundum hefur verið nefhd mál-
kunnáttufræði á íslensku (það er ffemur íslenskt heiti á stefntmni en þýðing á
177