Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Qupperneq 180
NOAM CHOMSKY
heirinu generative grammar), er meginviðfangseihi málíræðinga að lýsa mál-
kunnáttunni, þeirri kunnáttu í málinu sem málnotandinn býr yfir og er honum
að verulegu leyti ómeðvituð. Málfræði er þá lýsing á þessari kunnáttu eða
þekkingu og eðh hennar (sjá t.d. titilinn á einni af áhrifamestu bókum Chomskj's:
Knowledge of Language: Its Nature, Origins and Use, New York: Praeger, 1986).
Um leið fá undirgreinar eins og rannsóknir á bamamáh (hvemig öðlast böm
þessa kunnáttu?), málstoh (hvemig og að hvaða marki geta menn glatað þessari
kunnáttu?) og sálfræðileg og jafnvel taugafræðileg málvísindi af ýmsu tagi aukið
vægi.
Bylting Chomskys er oft rakin til útgáfu bókarinnar Syntactic Stmctures sem
kom út 1957 og er því 50 ára um þessar mundir.1 En hinn hugfræðilegi þáttur
kemur þó skýrar fram í hinum fræga ritdómi Chomskys um bókma Verbal Be-
havior efrir bandaríska atferhsfræðinginn B.F. Skinner, en hann birtist tveim
árum síðar í bandaríska málvísindatímaritinu Language. Þar færir Chomsky
mun ítarlegri rök fýrir þeirri grundvallarafstöðu sinni til máls og málvísinda
sem hér hefur verið kölluð málkunnáttufræði.2
Sú grein sem hér birtist í þýðingu er líka á þessum nótum, þ.e. hún fjallar
fyrst og fremst um grundvallarafstöðu til máls og málvísinda og er ekki tæknileg
eða formleg greinargerð um tiltekið fyrirbæri.3 Ef lesendum finnst hún hörð
undir törm ættu þeir ekki að láta það fæla sig frá því að lesa meira mn þessi ffæði
heldur snúa sér kannski næst að einhverju sem aðrir hafa skrifað um kenningar
Chomskys. Það er stundum auðveldara aflestrar, t.d. ýmislegt af því sem bresku
málfræðingamir Neil Smith og Vivian Cook hafa skrifað.4 Síðan er upplagt að
snúa sér aftur að Chomsky sjálfum, í þýðingu eða á ffummáfinu.5
Höskuldur Þrainsson
1 Noam Chomsky, Syntactic Structures, endursk. útg. Berlín og New York: Mouton de
Gruyter, 2002.
2 Noam Chomsky, „A Review of B. E Skinner’s Verbal Beharior", Language 35,1/
1959, bls. 26-58.
3 Greinin heitir á ffummálinu „New Horizons in the Study of Languages" og er fyrsti
kafli bókar Chomskys, Neiv Horizons in the Study ofLanguage and Mind, Cambridge:
Cambridge University Press, bls. 3-18. Greinin er birt með leyfi stjómar The Diane
Chomsky Irrevocable Tmst © 2000.
4 Vírian Cook og Mark Newson, Chomsky’s Universal Grammar: An Introduction, 3.
útg., Oxford: Blackwell Publishing, 2007; Neil Smith, Chomsky. Ideas and Ideals,
Cambridge: Cambridge University Press, 1999.
5 T.d. Mál og mannshugur, þýð. Halldór Halldórsson, Reykjavík: Hið íslenska bók-
menntafélag, 1973; On Nature and Language, Cambridge: Cambridge University
Press, 2002.
178