Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 182
NOAM CHOMSKY
þeirra þegar yfir grunnþáttunum. Á sama hátt þurfa börn ekki að læra að
til eru þriggja og fjögurra orða setningar en ekki þriggja og hálfs orðs
setningar, að setningar séu ekki endanlegar, það sé ávallt mögulegt að
búa til flóknari setningu með skýru formi og merkingu. Slík þekking
hlýtur að koma frá „hendi náttúrunnar" eins og Datdd Hume orðaði
það,7 8 sem hluti af líffræðilegum eiginleikum okkar.
Þessi eiginleiká vakti athygli Galileos, sem taldi að uppgömm á
möguleikanum til að tjá okkar „dýpstu leyndarmál til aimarrar mann-
eskju með litlum 24 bókstöfum" væri merkasta uppfinning mannkyns.s
Þessi uppfinning gengur upp vegna þess að hún endurspeglar afinark-
aðan óendanleika tungumálsins sem þessir bókstafir standa fyrir.
Skömmu síðar tóku höfundar Port Royal málfræðinnar eftir, sér til
mikillar undrunar, „stórkostlegri uppfinningu“ sem gerir okkur kleift að
búa til óendanlega margar setningar, sem veitdr öðrum innsýn í hugsun,
ímyndun og líðan okkar með aðeins örfáum hljóðum. Frá sjónarmiði
nútímamanna er varla hægt að tala um „uppfinningu“ en engu að síður
er þetta „stórkostleg“ afleiðing líffræðilegrar þróunar sem reyndar í
þessu tilfelli nánast ekkert er vitað uin.
Það mætti líta á máleiginleikann sem „tungumálslíffæri“ í sama skiln-
ingi og vísindamenn tala tun sjónskynjunina, ónæmiskerfið eða blóðrás-
arkerfið sem líffæri líkamans. Samkvæmt þessari skilgreiningu er líffæri
ekki eitthvað sem fjarlægja má úr líkamanum, án þess að það hafi áhrif á
heildina, þannig er „líffærið“ undirkerfi í stærri og flóknari byggingu.
Við vonumst til að skilja heildina betur með því að rannsaka þá hluta sem
hafa sértæka eiginleika og samverkun þeirra; það sama gildir um rann-
sóknir á máleiginleika manna.
Gengið er út frá því á sama hátt og gildir með önnur líffæri að tungu-
málslíffærið sé afleiðing ákveðinna genasamsetninga. Hvernig það gerist
er hins vegar ólíkt og fjarlægt rannsóknarefni, en við getum aftur á móti
rannsakað „grunnstig “ (e. initial state)9 máleiginleikans á annan hátt. Ber-
7 David Hume, An Enqniry conceming Hinnan Understanding, ritstj. L.A. Selby-Bigge,
3. útg., endursk. af P.H. Nidditch, Oxford: Clarendon Press, 1975 (1748), bls. 108
(85. kafli).
8 Galileo Galilei, Dialogues on the Great World Systein, ensk þýð. Thomas Salusbury,
1661 (1632), við lok fyrsta dags.
9 [Þó að hér sé átt við það ástand sem tungumálslíffærið er í hjá barni sem ekki hefur
enn lært tungumál, er orðið „ástand“ ófullnægjandi vegna þess að það gefur til
kynna að tungumálslíffærið muni hatna í stað þess að breytast. Orðið „stig“ gefur
180