Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 190
NOAM CHOMSKY
• þeim einingtim sem settar eru saman úr þessum eiginleiJaun,
þ.e.a.s. leseindum,
• margbrotnum tjáningum sem settar eru saman úr þessum „frum-
eindum“.
Því fylgir að vinnslukerfið sem myndar tjáningu hefur t\renns konar starf-
semi; önnur gerðin setur saman þætti sem mynda leseindir og hin
myndar stærri setningafræðilegar einingar úr því sem þegar hefur verið
samansett, og byrjar á leseindum.
Það má í rauninni líta á fyrrnefndu starfsemina sem hsta af les-
eindum. A hefðbundnu máli er þessi hsti, sem kallast orðasafh, listri
„undantekninga“, tilviljunarkenndra tengsla hljóðs og merkingar ákveð-
inna valmöguleika úr beygingareiginleikum, sem máleiginleikinn býður
upp á og ákvarða hvemig við gefum til kynna hvort nafnorð eða sagnir
eru í fleirtölu eða eintölu, hvort nafnorð séu í nefhifalli eða þolfalli og
svo framvegis. Svo vill til að þessir beygingareiginleikar spila stórt
hlutverk í vinnsluferlinu.
I kjörsniði myndu ekki koma fram nýir þættir í vinnsluferlinu. Það
ættu ekld að vera til staðar formúlur sem gengið er út ffá sem viðmið um
eiginleika, setningarliðir (e. phrasal units) eða stigveldiskerfi - að sama
skapi engar stofnhlutareglur (e. phrase structure niles) né liðgerðarkenn-
ing (e. X-har theory).16 Hér verður einnig reynt að sýna fram á að engin
formgerðartengsl eru kölluð fram nema þau sem læsileikaskilyrði knýja
á um eða þau sem hið náttúrulega vinnsluferh orsakar. I fyrri flokknum
höfum við annars vegar eiginleika eins og nálægð á hljóðstiginu og hins
vegar rökformgerð (e. argument-stnicture) og kvantarabreytu (e. quanti-
fier-variable) tengsl á merkingarlega stiginu. I seinni flokknum höfum
við mjög staðbundin tengsl á milli þátta og grunntengsl milli tveggja
setningafræðilegra hluta sem tengjast í vinnsluferlinu: Tengsl tveggja
slíkra hluta eru tengsl liðstýringar (e. c-command). Eins og Samuel Ep-
stein hefur bent á er það hugmynd sem gegnir mikilvægu hlutverki í
srúði tungumála hvarvetna og hefur verið talin mjög óeðlileg, þó hún
gangi á eðlilegan hátt upp út frá þessu sjónarmiði.1, En við útálokum
16 Noam Chomsky, Tbe Minimalist Program, Cambridge, Massachusetts: AdlT Press,
1995.
17 Samuel Epstein, „UN-principled syntax and the derivation of syntactic relations",
Working Minimalism, ritstj. Samuel Epstein og Norbert Homstein, Cambridge,
Massachusetts: MIT Press, 1999.
188