Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 196
NOAM CHOMSKY
tungnmálum, til dæmis spænsku, finnast slíkar setningar. Þær eru einnig
til í ensku, þó það sé að af öðrum ástæðum nauðsynlegt að skeyta hinu
merkingarlega tóma „there“ við setninguna, sem verður þá: „There
seems to have been elected an unpopular candidate.“ Af áhugaverðum
ástæðum er einnig nauðsynlegt að snúa röðinni við, og verður þá:
„There seems to have been an unpopular candidate elected.“ Þessir
eiginleikar koma í kjölfar vals á ákveðnum færibreytum sem hafa áhrif á
tungumálið almennt og verka saman og gefa af sér margslungið úrval
fyrirbæra sem eru aðeins aðgreinanleg á yfirborðinu. I dæminu sem við
erum að skoða má smætta þetta niður í þá einföldu staðreynd að ótúlk-
anlega formlega þætti þarf að þurrka út þegar þeir standa í staðbundn-
um tengslum við samsvarandi þátt, en það gefur af sér tilfærslueigin-
leikann sem krafist er fyrir merkingarlega túlkun á viðmótinu.
Það er mikið um stór orð í þessari stuttu lýsingu. Þegar fyllt er í
eyðurnar kemur áhugaverð mynd í ljós sem kvíslast í fjölbreyttar form-
gerðir tungumála. En ef haldið væri áfram færum við langt út fyrir svið
þessarar greinar. Mig langar til að ljúka þessu með stuttri tilvísun til
annarra málefha, sem tengjast því hvernig rannsóknir á innri gerð
tungumála tengjast umheiminum. Til að hafa þetta einfalt skultun við
nota einföld orð. Segjum sem svo að „bók“ sé orð í orðasafni Péturs.
Orðið hefur margþætta eiginleika, hljóðffæðilega og merkingarffæði-
lega. Skynhreyfikerfin nota hljóðffæðieiginleika í málbeitingu og skynj-
tm, tengja þá við ytri atburði: Hreyfingu sameinda, til dæmis. I öðrum
kerfum hugans er notast við merkingarlega eiginleika orðsins þegar Pét-
ur talar um heiminn og túlkar hvað aðrir segja um hann.
Það er ekkert verulega umdeilt hvernig skuli halda áffam með hljóð-
ffæðihlutann, en merkingarffæðihlutinn er verulega tundeildur. Með
empírískum rannsóknum virðast sömu nálganir vera notaðar fyrir vanda-
mál í merkingarffæði og rannsóknum á hljóði, eins og í hljóðkerfisffæði
og hljóðffæði. Reynt er að finna merkingarlega eiginleika orðsins „bók“:
Að það sé nafnyrði en ekki sagnyrði, og sé notað til að lýsa hlut búnum
til af mönnum en ekki efhi eins og vatni eða óhlutbundnu hugtaki eins
og heilsu og svo framvegis. Maður gæti spurt sig hvort þessir eiginleikar
séu hluti af merkingu orðsins „bók“ eða af hugmyndinni sem tengist
orðinu. Miðað við þarrn skilning sem við höfum í dag er engin ein leið
til að greina á milli þessara tillagna, en ef til vill mun einn daginn líta
dagsins ljós empírísk umræða um það. A hvorn veginn sem er, þá skil-
194