Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Side 197
NÝJAR VÍDDIR í TUNGUMÁLARANNSÓKNUM
greinist túlkun okkar af sumum innri þáttum leseindarinnar „bók“, af
þeim sem minnst var á hér áður.
I tungumálarannsóknum höfum við komist að því að orð eru túlkuð
út frá eðhsgerð, sniði, ætlaðri og einkennandi notkun, stofnanabundnu
hlutverki og svo ffamvegis. Hlutir auðkennast og er raðað niður í flokka
út frá þessum eiginleikum, sem ég gef mér að séu merkingarlegir þættir,
í sama skyni og hljóðfræðilegir þættir sem ákvarða hljóð þeirra. Notkun
tungumála ákvarðast af þessum merkingarlegu þáttum á marga vegu.
Gefum okkur að bókasafn eigi tvö eintök af Stríði og frið eftir Tolstoy,
Pétur fær eitt að láni og Jón fær hitt. Tóku Pétur og Jón sömu bókina
eða hvor sína bókina? Ef við lítum á efnislegan þátt leseindarinnar tóku
þeir hvor sína bókina. Ef við skoðum hinn óhlutbundna þátt tóku þeir
sömu bókina. Við getum skoðað bæði óhlutbundna og efaislega eigin-
leika samtímis, eins og þegar við segjum „bókin sem hann hyggst skrifa
mun vega að minnsta kosti 5 pund ef hann skrifar hana þá einhvern
tíma“, eða „bókin hans er í öllum búðum í landinu". A sama hátt getum
við málað dyrnar hvítar og gengið í gegnum þær með því að nota for-
nafaið „þær“ til að vísa á tvíræðan hátt til bæði ímyndar og grundvallar.
Við getum sagt að bankinn hafi verið sprengdur efdr að hann hækkaði
vexti eða hann hækkaði vexti til að forðast það að hann spryngi. Hér taka
bæði fornafaið „hann“ og „tómi liðurinn“ sem verður fyrir sprenging-
unni bæði efaislega og stofaanabundna þætti samtímis.
Staðreyndir sem þessar eru yfirleitt ljósar, en þó ekki smávægilegar.
Þannig eru jafavel þær einingar, sem eru mest háðar tilvísunum, með-
vitaðar um tilteknar aðgreiningar en hunsa aðrar, sem er svo forvitnilega
breytilegt milli mismunandi tegunda orða. Slíka eiginleika má rannsaka
á marga vegu: í máltöku, í almennum eiginleikum tungumála, í tilbún-
um formum og svo framvegis. Það kemur á óvart hversu margbrotið það
er sem við höfum uppgötvað. Það kemur hins vegar ekki á óvart að það
var þegar vitað án nokkurrar sönnunar og því sameiginlegt öllum
tungumálum. Það er engin a priori ástæða til að ætla að tungumál manna
hafi slíka eiginleika; tungumál marsbúa gætu verið ólík, táknkerfi vísinda
og stærðfræði eru það svo sannarlega. Enginn getur sagt að hve miklu
leytd tungumál manna eru afleiðing almennra lífefaaffæðilegra lögmála
sem ná yfir almenna þætti heilans, sem er enn eitt mikilvægt vandamál,
sem enn er langt í að fundin verði lausn á.
Nálgun á svipuðum nótum við merkingalega túlkun þróaðist með
x95