Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Side 198
NOAM CHOMSKY
athyglisverðum hætti í sautjándu og átjándu aldar heimspeki, sem oft tók
upp kennisetningar Humes um að „það eðli sem við eignum“ hlutum „sé
tálsýnin ein“ sem komið er á með skilningi manna.-6 Niðurstaða Humes
er mjög sennileg. Bókin á skrifborði mínu hefur ekki þessa undarlegu
eiginleika í krafti innri samsetningar þeirra, miklu ffekar í krafti þess
hvernig fólk hugsar og merkingu hugtakanna sem þessar hugsanir eru
tjáðar með. Merkingarlegir eiginleikar orða eru notaðir til þess að hugsa
og tala um heiminn há þeim sjónarhomum sem hugarstarfsemin gerir
okkur kleift, nokkum veginn á sama hátt og túlkun hljóða fer fram.
Málspeki nútímans fer aðra leið. Hún spyr til hvers orð vísa og gefur
við því margvísleg svör. En spurningin hefúr enga skýra merkingu.
Dæmið um „,bókina“ er dæmigert. Það er lítið vit í að spyrja til hvaða
hlntar setningarliðurinn „Stríð ogfriður eftir Tolstoy" vísar, þegar Pétur
og Jón fá samskonar eintök á leigu frá bókasafninu. Svarið veltur á því
hvernig við notum merkingarlega þætti þegar við hugsum og tölum á
einn hátt eða annan. Eitt orð, jafnvel af einföldustu gerð, aðgreinir
almennt ekki einhverja einingu úr heiminum, eða „grundvallarsannfær-
ingu“ okkar. Mér sýnast hefðbtmdnar forsendur um þessi efni vera mjög
vafasamar.
Eg minntist á það að í nútímamálmyndunarfræði er leitast við að
finna svör við þeim vandamálum sem hreyfðu við þessari hefð; þá sér-
staklega hugmyndinni ffá Descartes um að „sönn aðgreining“ manna og
annarra dýra eða véla sé hæfileikinn til að haga sér á þann hátt sem best
sé lýst með venjulegri notkun tungumála:2' Þau eru án nokkurra endan-
legra marka, þau verða fyrir áhrifum ffá innra ástandi en ákvarðast ekki
af því, þau geta átt við tilteknar aðstæður en orsakast ekki af þeim,
hugsanir í samhengi sem heyrandi gæti hafa tjáð og svo framvegis.
Markmið þeirra rannsókna sem ég hef verið að ræða er að leiða í ljós þá
þætti sem koma inn í þessa venjulegu hegðun. En einungis suma þeirra.
Með málmyndunarffæði er leitast við að uppgötva þau gangverk sem
notuð eru og leggja þannig til rannsóknaupplýsingar um hvemig þau eru
26 David Hume, A Treatsie ofHuman Nature, ritstj. L.A. Selby-Bigge, 2. útg., endursk.
af P.H. Nidditch, Oxford: Clarendon Press, 1978 (1740), kafli 27. [í frumtextanum
segir: “the identity which we ascribe” to things is “only a fictitious one,” og vísar tdl
þekkingarfræði Humes.]
27 René Descartes, „Letter (to Morus)“, Descartes Selections, ritstj. R.M. Eaton, 1927
(1649), bls. 360.
196