Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 199
NÝJAR VÍDDIR í TUNGUMÁLARANNSÓKNUM
notuð á skapandi hátt í daglegu lífi. Vandamálið sem vakti áhuga þeirra
sem fylgdu Descartes að málum er á hvaða hátt þau eru notuð. Fyrir
okkur, eins og fyrir þá, er þetta enn ráðgáta, jafhvel þó mun meira sé
vitað um þessi gangverk í dag.
Að þessu leyti eru rannsóknir á tungumálum nokkuð líkar rann-
sóknum á öðrum líffærum. Rannsóknir á sjón og hreyfikerfum hafa op-
inberað gangverk sem heilinn notar til að túlka dreifða hvata í þrívídd og
lætur höndina teygja sig efdr bók á borðinu. En þessar vísindagreinar
vekja ekki upp spurninguna um hvemig fólk ákveður að líta á bókina á
borðinu eða að taka hana upp og hugleiðingar um notkun sjón- og
hreyfikerfisins, eða annarra slíkra kerfa, skila því afar litlu um sfikt. Það
eru þessir hæfileikar, sem koma berlega í ljós í notkun tungumála, sem
eru kjami hefðbundinna viðfangsefha: Descartes sagði þetta vera
„göfugasta hlut sem við gætum átt“ og það eina sem „sannarlega
tilheyrir“ okkur. Hálfri öld á undan Descartes tók spænski
heimspekingurinn og læknirinn Juan Huarte efdr því að þessi „mynd-
andi eiginleiki“ (e. generative faculty) venjulegs skilnings og hegðunar
manna er ókunnugur „dýmm og plöntum“,28 þetta er reyndar lægra
form skilnings sem nær í raun ekki yfir sanna notkun á skapandi ímynd-
unarafli. En ffæðilegur skilningur okkar nær ekki einu sirrni yfir þetta
lægra form, fyrir utan rannsóknir á þeim gangverkum sem koma þar við
sögu.
A mörgum sviðum, meðal annars á sviði tungumálarannsókna, hefur
margt lærst á undanfömum áram um þessi gangverk. Vandamálin sem
nú er hægt að takast á við em erfið og krefjandi, en margar ráðgátur em
enn utan seilingar þeirra mannlegu efdrgrennslunar sem við köllum
„vísindi“. Það er niðurstaða sem ætti ekki að koma okkur á óvart ef við
fitum svo á að manneskjan sé hluti af lífheiminum, en hún ætti ef til vill
ekki heldur að vera okkur áhyggjuefni.
Vignir A. Guðmundsson þýddi
28 Juan Huarte, Examen de Ingenious, þýð. Bellamy, 1698 (1575), bls. 3. Sjá einrug
Noam Chomsky, Cartesian Linguistics, New York: Harper and Row, 1966, nmgr. 78.
197