Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 6
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR OG BJÖRN ÞORSTEINSSON
málstað í hag. I grein sinni hér á efrir tekst Helgi Þorláksson á Hð athæfi af
þessum toga, sér í lagi skírskotanir til Gamla sáttmála sem Islendingar gerðu
við Noregskonung árið 1262 og afsöluðu sér þar með sjálfstæði sínu - að
sögn. Helgi sýnir fram á að hefðbundin skoðmi á Gamla sáttmála er engan
veginn á rökum reist, eða sé í skásta falli söguleg eftiráskýring sem eigi öðru
ffemur rætur í þjóðemisvakningu sjálfstæðisbaráttunnar þegar matreiða
þurfti handa mörlandanum þá sýn á söguna sem yki honum þrótt til að
stofna hér „sjálfstætt" ríki er lytti öðru yfirvaldi en dönskum kóngi eða land-
stjóra. Helgi færir rök fyrir því að skoða þurfi söguna „á hennar eigin for-
sendum“ og forðast tuggur sem öðlast hafa sess viðtekiima staðreynda.
I þessu samhengi er hollt að hugsa til þess að íslenska efhahagsbólan,
eins og aðrar slíkar, þreifst á ákveðnu þegjandi samkomulagi sem kenna
má við átrúnað og mátti fyrir enga muni rjúfa. Fylgispektin við þessa
ásköpuðu meðvirkni varð þó aldrei algjör, eins og sjá má á fjölmörgum
dæmum úr opinberri umræðu á íslandi í „góðærinu“ um þau harkalegu
viðbrögð sem hvers kyns efasemdir um flekkleysi markaðshyggjunnar
vöktu. Varðhundar valdsins bitu þar óspart frá sér en fara nú með veggjum
- en óhætt er að fullyrða að betri skilningur ráðamanna og almennra
borgara á helstu verðmætum og lágmarksþekking á sögulegum staðreynd-
um hefði getað komið í veg fyrir hrunið. Meðal þeirra grunnamða sem
æðsmprestar góðærisins fóru með eins og mannsmorð er sú einfalda stað-
reynd að kreppur em óhjákvæmilegur fylgifiskur kapítalismans. Guðmundur
Jónsson gerir þessum efnum góð skil í grein sinni hér í heftinu og gagn-
rýnir í leiðinni bæði viðtekna hagfræði síðustu áratuga (hagfræði markaðs-
hyggjunnar) og marxískar kenningar um kreppur og sögulega framvindu.
I nýlegri grein í Stúdentablaðinu varpar Páll Skúlason fram þeirri ögr-
andi spurningu hvort Háskóli íslands hafi brugðist menntunarhlutverki
sínu. Hjá því verði ekki littið að flestir forsprakkar útrásar og efnahagsbólu
hafi hlotið að minnsta kosti hluta menntunar sinnar innan Háskóla íslands
og ábyrgð háskólamanna á því hvernig fór hljóti því að vera nokkur. Ljóst
er að þessi spurning hlýtur enn um sinn að brenna á háskólafólki, innan og
utan Háskóla íslands. í þessu hefti Ritsins er ábyrgð háskólamanna til
umræðu í fleiri en einni grein, en Vilhjálmur Arnason gerir hana að helsta
umtalsefni sínu, að vísu með sérstöku tilliti til hlutverks hugvísindafólks.
Meðal þeirra spurninga sem Vilhjálmur varpar fram er þessi: „Er ef til vtill
þversögn í því fólgin að segja að hámenntað fólk sýni af sér skeytingarleysi
gagnvart eigin samfélagi?“ Þessi spurning kann að koma spánskt fyrir
4