Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 9
Helgi Þorláksson
Þjóðveldið og samtíminn
Um leitina að sögnlegum hliðstæðum
og hlutverk sagnfræðinga
Skelfileg endalok þjóðveldis og hryllilegur sáttmdli
í umræðum um hrunið 2008, Icesave-reikninga og hvort ráðlegt sé að
Islendingar gangi í Evrópusambandið er stundum vikið að endalokum
þjóðveldis (930-1262) og í því sambandi Gamla sáttmála 1262. í júlí 2009
kallaði Davíð Oddsson Icesave-samninginn „einhver hryllilegustu mistök í
samningsgerð sem hafa verið gerð frá því árið 1262“.1 Þegar Steingrímur
J. Sigfússon fjármálaráðherra mæltá fyrir samningnum sumarið 2009 líkti
Guðni Agústsson ráðherranum við Gissur Þorvaldsson. Það var Gissur
sem stóð einkum fyrir Gamla sáttmála. Skoðun Guðna er sú að Gamli
sáttmáli hafi verið örlagarík mistök og fest Island í fjötra í sjö myrkar
aldir.2
I rúma hálfa öld hefur þó ítrekað verið bent á að Gissur Þorvaldsson
megi ekki meta út frá viðhorfum okkar tíma, um þjóðfrelsi og fullveldi, og
það standist ekki nánari skoðun að líta á hann sem landráðamann eða
kvisling.3 Ekki gætti vitundar við lok þjóðveldis um sameiginlega hags-
muni sem bæri að verja með því að þjóðin nyti sjálfstæðis. Islendinga mátti
vafalaust skilgreina sem þjóð, t.d. út frá menningarlegum samkennum, en
1 „Ætla að dæma þjóðina til ævarandi fátæktar11, Morgunblaðið 5. júlí 2009, bls. 14.
2 Guðni Agústsson, „Gissur jarl í Steingrímshöfði", Morgimblaðið 16. júlí 2009, bls. 18.
Ummæli Davíðs og grein Guðna er fundið að tilvísun Guðmundar Hálfdanarsonar,
sbr. grein hans, „Hver erum við?“ Saga 48(2), 2009, bls. 158-174. Guðmundur segir á
sama stað að Þór Saari alþingsmaður hafi látdð svipuð ummæh falla og Davíð.
3 Guðni Th. Jóhannesson, „„Þeir fólar sem ffelsi vort svíkja“. Lög, ásakanir og
dómar um landráð á íslandi“, Saga 48(2), 2009, bls. 56-58.
Ritið 2-3/2009, bls. 7-19
7