Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 14
HELGI ÞORLÁKSSON
1235-1255 mjögámælisverður þegar áleið ogv-arnógboðiðum 1255. Eins
og Guðrún bendir á koma fram í fomum sögum áhyggjur af óhófi. Það em
auðvitað almenn sannindi að yfirgangur og taumleysi í fjármálum og hem-
aði geti leitt tdl ófamaðar fyrir samfélög manna.
Þó að samanburður Guðrúnar á endalokum þjóðveldis og aðdraganda
hrunsins leiði kannski til nokkuð almennra niðurstaðna um ofsa, óhóf og
sundrungu er hann íhugunarverður og hvetur okkur til að hugsa um það
sem gerðist. Að því leyti getur sagan verið gagnleg til að varpa ljósi á
samtímann. Samanburðurinn ætti að leiða til dýpri greiningar á nánum
tengslum aðalleikenda í fámennu samfélagi fyrir hrunið 2008, og til grein-
ingar á sundrungu og flokkadráttum á sama tíma. Um leið mætti kanna
hvort slíkur samanburður varpi Ijósi á vanda höfðingja á lokaskeiði þjóð-
veldisaldar þar sem engum tókst að verða öðmm sterkari.
Samanburður við nútímann hvetur mig til að spyrja: Var baráttan á
Sturlungaöld stunduð af persónulegum metnaði og valdagirnd fyrst og
fremst eða knúðu félagslegar kringumstæður á um það að koma upp eins
konar sameiginlegu, innlendu framkvæmdavaldi, sameiginlegri, innlendri
miðstjórn? Þróunin stefhdi öll í átt til valdasamþjöppunar og myndtmar
héraðsríkja með miðstjórnarvaldi og það fyrirkomulag virtist eiga hljóm-
grunn enda svo að sjá að ffiður hafi ríkt í slíkum umdæmum hérlendis (sbr.
t.d. ríki Oddaverja í Rangárþingi um 1200). Næsta skref í þróuninni var
svo myndun æ stærri og voldugri ríkja sem náðu yfir tvö eða fleiri héruð.
En þar brást höfðingjunum bogalistin, engum tókst að yfirbuga hina og
ríkja einn. Þórður kakali Sighvatsson komst næst því að ná þessum árangri
en virtist ekki megna að knýja fram sigur án aðstoðar og íhlutunar
Noregskonungs. Gissur Þorvaldsson naut líka stuðnings frá konungi en
varð sennilega aðeins jarl yfir hluta landsins. Sá sem varð fyrstur einn
yfirmaður alls landsins var Elrafh Oddsson en það tókst honum aðeins í
krafti konungs, eftir lok þjóðveldis.
Ekki skal því haldið fram að þessi þróun hafi verið óhjákvæmileg, hitt
er hugsanlegt að fáir höfðingjar hefðu getað skipt landinu með sér og ríkt
í sátt og samlyndi og haft meðalhóf og valdajafnvægi að leiðarljósi. Þannig
eru málin oft skoðuð og menn harma að þetta skyldi ekki verða svona og
þá getur verið freistandi að benda á offnetnað, ofsa og óhóf, eða valda-
græðgi, og kenna sundrungu um hvernig fór. Sögulegur samanburður af
þessu tagi, við það sem ekki varð, getur verið forvitnilegur en telst varla
mjög raunhæfur eða sagnffæðilegur.
Sagnffæðingar stunda kannski lítt samanburð urn siðferðileg atriði af