Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Side 23
VlLHjÁLMUR ÁRNASON
Árvekni eða auðsveipni
Hlutverk hugvísindamanna í samfélagsumræðu
Það er líklega við hæfi að ég sem er fæddur á þrettándanum opni málstofu
klukkan þrettán á föstudeginum þrettánda mars. Því það er reyndar ólukk-
an sem oft er tengd slíkri tímasetningu sem er hvatinn að þessari málstofu:1
Ófamaður íslensks samfélags. Ég á ekki við hrun fjármálakerfisins út af
fyrir sig og þær hörmulegu afleiðingar sem það hefur fyrir fólk og fyr-
irtæki, heldur þá vegferð sem íslendingar hafa verið á nú um nokkurt skeið
og afhjúpast hefur enn skýrar en áður með hruninu. Góðærið reyndist vera
rangnefni, ekki bara vegna þess að það byggði að verulegu leyti á fúnum
innviðum, heldur líka vegna sjálfs inntaksins í hugmyndinni sem lá því til
grundvallar.2 Hagsæld var lögð að jöfnu við farsæld, viðskiptafrelsi við
félagslegar umbætur. Og margir sem ýmist fögnuðu góðærinu, hylltu
útrásardrengina eða fylgdust með þeim í forundran, hafa tekið eins konar
Ragnars-Reykáss-beygju og fordæma vinnubrögðin sem að baki lágu. Þeir
yfirlýsingaglöðustu og stóryTtustu fá þá greiðari áheyrn en aðrir.
1 Greinin er byggð á erindi sem flutt var í samnefhdri inngangsmálstofu á
Hugvísindaþingi í Háskóla Islands 13. mars 2009 og ber að skoða framsetn-
ingu hennar í ljósi þess. Eg þakka Jóni Torfa Jónassyni, Páli Skúlasyni og
Róbert H. Haraldssyni, sem og ritstjórum og ritrýnum Ritsins gagnlegar
athugasemdir.
2 Auk þess hafa verið færð rök fyrir því að hið eiginlega efnahagsundur íslensku
þjóðarinnar hafi átt sér stað á árunum 1960-1980, með framþróun atvinnugreina
ásamt uppbyggingu mennta- og velferðarkerfis sem efldi mannauð þjóðarinnar, en
vöxturinn frá 2003 hafi byggt nær eingöngu á erlendri skuldasöfnun. Sjá Stefán
Olafsson, „Islenska efhahagsundrið: Frá hagsæld til frjálshyggju og fjármálahruns“,
Stjórmnál ogstjómsýsla 4(2), 2008, bls. 231-256.
Ritiö 2-3/2009, bls. 21-34
21