Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 27
ÁRVEKNI EÐA AUÐSVEIPNI
gagnvart því hvernig vísindin em notuð. Að öðrum kosti aukast líkurnar á
því að fræðimenn verði handbendi ráðandi afla eða andstæðinga þeirra.
Þetta getur gerst hvort heldur með því að fræðin séu notuð gagnrýnislaust
sem framleiðslutæki - „t.a.m. ef raunvísindamenn missa algerlega sjónar á
því, hvemig samfélagið notar sér störf þeirra“10 - eða að fræðimenn verði
„aktívistar“ og noti fræðin sem verkfæri í pólitískum átökum sem koma
sannleiksleitinni sjálfri ekkert við.
Hér er mikilvægt að huga að menningarlegu og félagslegu samhengi
háskólahugsjónarinnar. Ein meginforsenda þess að háskóli geti verið vígi
þeirrar viðleitni að hafa það sem sannara reynist er að hann búi við frjáls-
lynt, lýðræðislegt umhverfi sem lætur sig til að mynda varða mannréttindi
á borð við tjáningarfrelsi og aðrar forsendur upplýstrar skoðanamyndunar.
Að öðmm kosti er hætt við að fjari smám saman undan þeirri menningu
sem háskólar era sprottnir úr og þeir hafa stuðlað að. Líklega em alvarleg-
ustu hhðarverkanimar af nútímavæðingu háskólastarfs og því matskerfi og
svonefndu gæðaefdrliti sem henni fylgir, að háskólastarf er í ríkari mæli en
fyrr aðlagað að tilteknum þörfum eða væntingum þjóðfélagsins. Og það er
í samræmi við strauma tímans að þetta gerist með vinnumatskerfi sem
hvetur okkur til afkasta. Hættan er hins vegar sú að hin einstaklingsbundna
umbun geri okkur að auðsveipari þegnum en afvopni okkur jafnframt sem
gagnrýna hugsandi borgara.
3
Eg orða þetta vísvitandi með ögrandi hætti vegna þess að ég tel það vera
skyldu okkar sem fræðimanna að yfirvega þessi mál af fullri alvöm og einurð.
Eg hef til dæmis verið hlynntur hvatakerfinu við Háskóla Islands, en mér
hefur fundist það vera of þröngt og jafhvel beinlínis andsnúið því að við leggj-
um fram okkar skerf tál að treysta stoðir íslenskrar umræðu, svo sem með því
að skrifa um fræði okkar á íslensku. Ég hef líka haft skilning á afstöðu þeirra
háskólamanna sem vara við því að gera of mikið úr þeirri borgaralegu skyldu
sem hér er til umræðu. Frumskylda okkar sé að sinna rannsóknum og kennslu
„framúrskarandi vel“, eins og sagt er, en ekki glepjast frá henni með þátttöku í
samfélagsumræðu. Hið þolinmóða ræktunarstarf háskólakennarans og alúð
við rannsóknir muni á endanum verða þungvægasta ffamlag okkar til sam-
félagsins og með þeim hætti muni áhrif fræðilegrar hugsunar á lýðræðismenn-
10 Þorsteinn VUhjálmsson, „Hlutdrægni og raunvísindi", Tímarit Máls og mennmgar
35(1-2), 1974, bls. 69-72, hér bls. 71-72.
25