Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Side 31
ARVEKNI EÐA AUÐSVEIPNI
skýrari ljósi en áður. En það gerist einmitt með því að sýn okkar á hið ein-
staka skerpist; ef við hneppum sýn okkar í almennar hugmyndafræðilegar
viðjar þá missum við sjónar á hinu einstaka. Svo nærtækt dæmi sé tekið um
mátt hins einstaka, þá má færa rök fyrir að nákvæmur gagnrýninn lestur á
ársskýrslum bankanna hefði veitt þeim meira aðhald en heildarkenningar
um tilhneigingar kapítalismans, þótt fráleitt sé að velja þarna á milli.
Eg tek undir með Adichel Foucault þegar hann bendir á að áður fyrr
hafi háskólamaðurinn eða menntamaðurinn gjarnan komið fram á opin-
beran vettvang til þess að veita yfirsýn og greina almenna strauma en nú sé
hans einkum þörf til að rýna í hið sérstaka og hið sérhæfða sem er hulið
öllum almenningi en getur skipt sköpum til skilnings á brýnum úrlausn-
arefhum og deilumálum samtímans. Með þeim hætti geta fræðimenn
leikið lykilhlutverk í að afhjúpa gangverk valdsins í tilteknu, staðbundnu
samhengi og dregið ffam þætti sem skrumskæla almenna umræðu og
standa þar með lýðræðismenningunni fyrir þrifum. Þessa pólitísku ábyrgð
verði fræðimaðurinn að axla, hvort sem honum líkar betur eða verr.1'
Brýnt er að skoða borgaralegar skyldur háskólamanna í lýðræðissam-
félagi í þessu ljósi. Vaikostir okkar verða æ flóknari í samfélagi sérhæfingar
og stundum búa háskólamenn einir yfir þekkingu sem er nauðsynleg til
þess að greina málefnin, setja þau í skiljanlegt samhengi og afhjúpa áróð-
urskenndan málflutning. Þetta er sérstaklega brýnt í samfélagi eins og
okkar þar sem fjölmiðlar eru faglega veikburða og hafa ekki yfir að ráða
blaðamönnum með sérþekkingu á mikilvægum málaflokkum. Taka mætti
íslenska gagnagrunnsmáhð sem dæmi í þessu samhengi. Lítil viðleitni var
af hálfu stjómvalda til að upplýsa almenning um þetta flókna ákvörðunar-
efhi, upplýsingar væntanlegs rekstraraðila einkenndust af sérhagsmunum
eins og við er að búast og stjórnvöld hunsuðu álit sérfræðinga.18
Foucault leggur áherslu á mikilvægi hinnar sérstöku fræðilegu þekkmgar
sem geti nýst við að trufla gangverk valdsins og afhjúpa það sem liggja skal
í þagnargildi. Það er hins vegar algengt að framlag fræðimanna í sam-
félagsumræðu öðlist sérstakt vægi í krafd þess eins að þeir em sérfræðing-
ar, þótt þeir láti einungis álit sitt í ljós en ekki fræðilegar niðurstöður, og
17 Michel Foucault, „Truth and Power“, The Foucault Reader, ritstj. Paul Rabinow,
Harmondsworth: Penguin Books, 1984, bls. 72.
18 Sjá um þetta efhi til dæmis: Vilhjálmur Amason og Garðar Amason, „Informed,
Democratic Consent? The Case of the Icelandic Database“, Trames 8, 2004, bls.
164-177 og Hilary Rose, The Commodification of Bioinformation: The Icelandic
Health Sector Datahase, The Wellcome Trast 2001.
29