Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Side 38
GUÐMUNDUR JONSSON
námi, alþjóðafjármálakerfið er enn í lamasessi og ótti er við nýja bylgju
vemdarstefnu sem kann að hægja verulega á hnattvæðingunni.
Kapítalisminn hefur áður lent í alvarlegum hremmingum og sé farið
allt aftur til 19. aldar ber hæst byltingatímann 1815-1848 og kreppuskeið-
ið 1873-1896.2 Aldrei mun þó kapítalismanum hafa verið ógnað eins og á
byltingartímunum 1917-1950 þegar mörg lönd með Sové.tríkin í far-
arbroddi byggðu upp nýtt þjóðskipulag ffá grunni, einhvers konar „verka-
lýðsríki“ sem sett vora til höfuðs kapítalismanum. Sú skoðun var þá
útbreidd - og ekki aðeins meðal sósíahsta - að kapítalismanum væri ekki
lengur viðbjargandi. Margir þóttust sjá að þjóðfélagsþróunin væri komin á
nýtt stig, alveldi auðmagnsins væri að renna skeið sitt á enda og kreppur og
byltingartímar gengnir í garð sem mörkuðu upphaf að nýju tímabili í sögu
mannkyns. Stjómmálaþróun Evrópu á fýrri hluta 20. aldar benti sann-
arlega til þess að kapítahsminn væri í alvarlegri tilvistarkreppu, jafnvel
kominn að fótum fram. Hvert stóráfallið rak annað: fyrri heimsstyrjöldin,
byltingin í Rússlandi og víðar í Evrópu í lok stríðs, eftirstríðsárakreppan
1920-1923, heimskreppan á fjórða áratugnum og loks önnur heimsstyrj-
öld. Það er ekki að ósekju að sagnfræðingar hafa kallað tímabilið 1914-
1945 borgarastyrjöld Evrópu. Efnahagserfiðleikar og póhtísk ólga víða um
Vesturlönd á áttunda áratugnum era að mati sumra ffæðimanna hin meg-
mkreppa kapítalismans á 20. öldh Þá lauk hagvaxtarskeiðinu mikla sem
staðið hafði frá lokum síðari heimsstyrjaldar, en ríð tóku tímar samdráttar
og verðbólgu, m.a. vegna „olíukreppunnar“ og vaxandi samkeppni ffá
Austur-Asíu á alþjóðamörkuðum, og hafa Vesturlönd síðan ekki náð sama
hagvexti og var á árunum 1950-1973.
I þeim hamförum sem gengið hafa yfir í efnahagslífi Vesturlanda á
undanfömum misserum hefur á ný gripið um sig vantrú á kapítahsmann.
Menn spyrja eins og indverski hagfræðingurinn Amartya Sen: „þurfum við
í alvöra „nýjan kapítalisma" frekar en fjölþætta efhahagsskipan með marg-
dráttur sem orðið hefur í þessum ríkjum síðan í kreppunni miklu. - Einn af þeim
ffæðimönnum sem telja efhahagskreppuna nú vera hluta af djúpstæðari samfélags-
kreppu er Andrew Gamble, sjá bók hans The Spectre at the Feast. Capitalist Crisis
and the Politics ofRecession, Basingstoke: Palgrave Macmillan, 2009.
2 Eric HobsbavTn, „The crisis of capitalism in historical perspective“, Socialist
Register 64, 1976, bls. 77-96.
3 Robert Brenner, The Economics of Global Turbulence. The Advanced Capitalist
Economies from Long Boom to Long Dommtum, 1945-2005, London: Verso, 2008;
Gamble, The Spectre at the Feast. Brenner telur reyndar að kreppan hafi varað fram
ríl 1995.
36