Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 44
GUÐMUNDUR JONSSON
sér höndiim og þar með drægi úr eftirspum efdr tdnnuafli. Til þess að
txyggja fulla nýtingu framleiðsluþáttanna þ\Tfd að auka efdrspurn og ef
einkaaðilar treystu sér ekki til að auka útgjöld sín kæmi í hlut ríkisins að
tryggja fulla heildarefdrspum í hagkerfinu með opinberum aðgerðum,
auknum útgjöldum og skatta- eða vaxtalækkunum.14
Þannig varð kreppan mikla til að kljúfa hagfræðina í mær fylkingar efrir
því hversu snurðulaust menn töldu að hagkerfi kapítalismans leitaði í
jafnvægi. Eindregnir markaðshyggjumenn töldu og telja enn í dag að
vænlegast sé að láta markaðinn í ffiði og þá muni hann sjálfur leita í jafn-
vægi; aðrir hagfræðingar, með keynesista í fararbroddi, telja að stýra þurfi
hagkerfinu í jafnvægisstöðu og eitt meginhlutverk stjórnvalda sé að ábyrgj-
ast heildarstjórn efdrspurnar. Kreppan mikla varð einnig til þess að menn
leituðu að dýpri orsökum í sjálfu efnahagsumhverfinu, en staðnæmdust
ekki aðeins við utankomandi orsakir, svo sem skelli í ffamboði og eft-
irspurn, nýja tækni o.s.ffv. Til dæmis var bent á veikleika fastgengiskerf-
isins, sem hafði verið við lýði síðan á 19. öld, og skort á forystu í alþjóða-
efnahagsmálum sem mikilvægar orsakir kreppunnar.
„Blandað hagkerfi“ og hagstjórn í anda keynesismans settu mark sitt á
efnahagslíf Vesturlanda ffá stríðslokum ffam yfir 1970. Hagsveiflur urðu
ekki eins miklar og á fyrri hluta aldarinnar og var sú skoðun ríkjandi að
umsvifameiri ríkisbúskapur og markviss hagstjórn hefðu átt mikinn þátt í
því - á sjöunda áratugnum fóru menn jafnvel að tala um að hagsveiflur
væru úr sögunni.15 Viðhorfin breyttust þó skjótt því að miklir óróleika-
tímar gengu í garð á áttunda áratugnum með kreppuverðbólgu - mikilli
verðbólgu samfara atvinnuleysi - sem gróf undan tiltrú manna á eft-
irspurnarstjórn sem leið til að ráða bót á aðsteðjandi vandamálum. Vegur
óheftrar markaðshyggju, nýffjálshyggju eins og farið var að kalla hana, óx
að nýju og var hún nú íklædd kenningum peningamagnshyggjunnar (e.
monetarism) sem boðaði takmörkuð ríkisafskipti og óheft athafnaffelsi
einstaklingsins. Erfiðleikar í efnahagslífi væru skýrt merki um að keynes-
14 John Maynard Keynes, Tbe General Theory of Employment, Interest and Money,
London 1942. Kaflar úr bókinni hafa verið þýddir, sjá John Maynard Keynes,
Altæka kenningin um atvinnu, vexti og peninga. Kaflar, Reykjavík: Helgafell, 1961.
Aðgengilegt ágrip afkenningum Keynes á íslensku er að finna íMár Guðmundsson,
„Aldarspegill hagstjómar“, Fjármálatíðindi 51(2), 2004, bls. 44—52, og Þorvaldur
Gylfason, Almannahagur, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1990, bls. 23-
49.
15 Solomos Solomou, Economic Cycles. Lotig Cycles and Business Cycles Since 1870,
Manchester: Manchester University Press, 1998, bls. 1.
42