Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Side 45
KREPPUR OG KAPÍTALISMI
ismmn væri kominn í þrot, velferðarríkið í kreppu og ríkisafskipti orðin
alltof íþyngjandi fyrir hið frjálsa markaðskerfi. Fengi markaðurinn að vera
óáreittur fyrir afskiptum seðlabanka og stjómvalda fyndi hann sjálfkrafa
hagkvæmustu leiðir til að auka hagvöxt og koma á jafhvægi í efnahagsbfi.
Nýfrjálshyggjan vann mjög á í stjómmálum á Vesturlöndum á síðustu
tveim áratugum aldarinnar og drógu stjómvöld hvarvetna úr afskiptum af
markaði. Fjármálakerfið þandist gríðarlega út og fékk miklu meira vægi í
efhahagsbfmu en áður. I þessum „kasínó-kapítabsma“ var fjármagninu
gefinn lausari taumur en áður og viðskipti með „fjármálaafurðir“ urðu
sífellt meiri, flóknari og áhættusamari svo að bankamenn sjálfir áttu oft
erfitt með að henda reiður á umfangi þeirra og áhættunni sem þeim
fylgdi.16 Ahættustýring var gerð að nánast verkfræðilegu viðfangsefni þar
sem æ flóknari líkön vom notuð til að meta áhættu verðbréfa. En stóráföll
vora ekki inni í myndinni enda náðu gögnin sem líkönin byggðust á ekki
hl óróahma, í besta falh náðu þau aftur hl verðbréfahrunsins á Wall Street
í október 1987.
Hægrisveiflan í stjórnmálum á áttunda og níunda áratugnum átri sér
samsvörun í endumýjun nýklassískrar hagfræði þar sem hugmyndir um
fullkomna, sjálfstýrða markaði fengu byr undir báða vængi en ríkisafskipri
vora talin af hinu iba. Farið var að kaba áhangendur slfkra viðhorfa „fersk-
vatns-hagfræðinga“ (e.fresh water economists) af því að þau áttu mestu fylgi
að fagna í háskólum við Vötnin miklu í Bandaríkjunum (Chicago,
Minnesota og víðar). Andspænis þeim stóðu þá „saltvatns-hagfræðingam-
ir“ (e. salt water economists) í Massachusetts Institute of Technology,
Berkeley, Princeton, Harvard ogvíðar á austur- ogvesturströnd Bandaríkj-
anna, þar sem keynesísk hagfræði var ríkjandi og ríkinu ætlað virkara
hlutverk í efnahagsbfi. Hinir fyrmefndu gengu út frá því að fjármálamark-
aðn væra fullkomnir og að þeir leituðu sjálfkrafa jafnvægis. Kenningin um
skálvirka markaði (e. ejficient market hypothesis) var tekin góð og gild, en
samkv'æmt henni finna fjármálamarkaðir ávallt rétt verð á eignum, hafi
fjárfestar sama aðgang að upplýsingum. Verðið endurspeglar abar tiltækar
upplýsingar run eignina og hefúr því markaðurinn alltaf „rétt fyrir sér“.
Rökrétt ályktun af kenningunni var einrng sú að eignabólur gætu ekki
myndast eða yrðu að minnsta kosti skamrrdífar því að fjárfestar kæmu
fljótlega auga á að eignir væra ofmetnar, seldu þær, og þannig leiðrétti
markaðurinn sig sjálfkrafa.
16 Susan Strange, Casino Capitalism, Oxford: Basil Blackwell, 1986.
43