Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 47
KREPPUR OG KAPITALISMI
umíjöUun um þessar kenningar spyr Paul Krugmann: var þá kreppan
mikla á fjórða áratugnum bara „fríið mikla“?18
Reynslan hefur leikið kenningar um raunhagsveiflur og skilvirka mark-
aði grátt, en talsverður hluti hagfræðingastéttarinnar virðist hafa tekið þær
góðar og gildar allt fram að hruninu 2008. Ekki spillti fyrir að brauðryðj-
endur raunsveifluhagfræðinnar, Finn Kydland og Edward Prescott, fengu
Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2 004.19 Þó var afltaf fjölmennur hópur
hagfræðinga sem fór aðrar leiðir. Einn þeirra er bandaríski hagfræðing-
urinn Hyman Minsky, en kenningar hans fengu mikla athygh þegar
„undirmálslánakreppan“ reið yfir Bandaríkin 2007. Minsky telur að fjár-
málamarkaðir búi við kerfislægan óstöðugleika sem lýsa má á þennan hátt:
á velmegunartímum myndast laust fjármagn sem leitar útrásar í stigmagn-
andi spákaupmennsku sem aftur leiðir til óhóflegrar skuldasöfnunar og á
endanum fjármálakreppu. Bankar og lánardrotmar bregðast við með því
að draga úr útlánum, jafiivel til fyrirtækja sem geta staðið undir lánum, og
afleiðingin verður samdráttur í efhahagslífi. Fjármálakerfið og „raunhag-
kerfið“ eru þannig nátengd. Sveifla fjármálalífsins frá stöðugleika til
óstöðugleika er innbyggð í kapítahsmann og ein aðalorsök hagsveiflna.20
Skilin milli keynesista og mónetarista urðu ógreinilegri í Bandaríkjunum
og víðar undir lok aldarinnar er þessir tveir höfuðpólar í þjóðhagfræði
nálguðust hvor annan í viðhorfum og kenningum. Ben S. Bemanke,
bankastjóri seðlabanka Bandaríkjanna, hefur ásamt öðmm kennt tímann
eftir 1990 við „hina miklu hófsemi“ (e. the great moderatiori) þar sem efha-
hagslegur óstöðugleiki hefði vikið fyrir hagvexti og lítilli verðbólgu. Þetta
nýja ástand raktd Bemanke bæði til skipulagsbreydnga í efhahagslífi (þar á
meðal „þroskaðri“ og óheftari fjármálamarkaða) og bættrar hagstjórnar,
einkum á sviði peningamála.21 I hinum nýju hagstjórnarhugmyndum léku
18 Paul Krugman, „How Did Economists Get It So Wrong?“, The New York Times 6.
september 2009, bls. 6.
19 Nóbelsstofhunin, „Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2004: Osamkvæmni, hag-
stjóm og drifkraftar hagsveiflna“, Sveinn Agnarsson þýddi, Fjármálatíðindi 52(1),
2005, bls. 40-64.
20 Hyman P. Minsky, Stabilizing an unstable economy, New York: McGraw-Hill, 2008;
Hyman P. Minsky, „The Financial Instability Hypothesis“, The Jerome Levy
Economics Institute Working Paper, nr. 74, maí 1992.
21 Ben S. Bemanke, „The Great Moderation“. Ræða flutt hjá Eastem Economic
Association, Washington, DC 20. febrúar 2004 (http://www.federalreserve.gov/
BOARDDOCS/SPEECHES/2004/20040220/default.htm). Reyndar bætti
Bemanke við þriðju skýringunni: heppni. Hagkerfið hefði orðið fýrir færri og
minni utanaðkomandi skellum en áður.
45