Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 48
GUÐMUNDUR JÓNSSON
stjómvöld lítið hlumerk, þau áttu að setja og framfylgja almennum leik-
reglum markaðarins og seðlabankar ittu fyrst og ffemst að stuðla að stöð-
ugu verðlagi með vaxtastýringu. Bandaríski hagfræðingurinn Robert
Lucas, einn af höfundum raunhagsveifluffæðanna og ákafur fylgismaður
afskiptaleysisstefhu í efnahagsmálum, hélt því ffam árið 2003 að „vanda-
mál varðandi kreppuvamir væri í raun og vem búið að leysa“.*‘
Þannig vom ríkjandi viðhorf hagstjórnenda og hagfræðinga í aðdrag-
anda mestu kreppu síðari tíma, af þeim geislaði sjálfsöryggi og vissa um að
nú væri efnahagslíf Vesturlanda á réttri leið. Að fáeinum einstaklingmn
undanskildum mistókst hagffæðingum að sjá fyrir efnahagshamfarimar
2008. Bandarísld hagffæðingurinn Paul Kmgman telur þó að alvarlegustu
veikleikar hagfræðinnar séu ekki þeir að henni hafi misteldst að spá fyrir
um ósköpin heldur oftrú á kenningum sem em í litlum tengslmn \ið rami-
veruleikann; fallegum stærðfræðilíkönum sem ganga út ffá forsendmn sem
eiga oft enga samsvörun í vemleikanum.23 Innan hagffæðinnar sem utan
má nú heyra háværa gagnrýni á viðteknar forsendur hennar og grundvall-
arkenningar, ekki síst kenningar sem byggjast á virkri samkeppm og
markaðsjafhvægi. Virtir hagffæðingar á borð við Paul Krugman, J.
Bradford DeLong og Willem Buiter em atkvæðamiklir í þeirri umræðu og
kalla eftir endurskoðun á ýmsum grundvallarhugmyndum.24
Margir taka dýpra í árinni. Snernma árs 2009 skrifaði t.d. alþjóðlegur
hópm hagffæðinga harðorða grein þar sem konúst er að þeirri niðurstöðu
að hagffæðin búi við„kerfislægan brest“ (e. systemic failuré) sem lýsir sér
meðal annars í því að rannsóknum á innbyggðum orsökum fjármálakreppu
er ekki sinnt.2;> Litlar rannsóknir hafi verið gerðar á váboðum sem gefa
kerfiskreppu til kynna eða leiðum til að stemma stigu við þeim; í raun sé
22 Paul Krugman, TheRetum ofDepression Economicsand the Crisis of2008, New York:
W.W. Norton & Company, 2009, bls. 9. Bóldn hefur verið gefin út í íslenskri
þýðingu, sjá Paul Krugman, Aftur til kreppuhagfrœði. Krísan 2008, Elín
Guðmundsdóttir þýddi, Hafharfirði: Urður, 2009.
23 Paul Krugman, „How Did Economists Get It So Wrong?“.
24 Auk fýrrnefhdrar greinar Krugmans, sjá t.d. heimasíðu J. Bradford DeLong
(delong.typepad.com/main/); Barry Eichengreen, „The Last Temptation of Risk“,
NationalInterest maí/júní 2009, bls. 3^4; Willem Buiter, „The unfortunate useless-
ness of most ‘state of the art’ academic economics“, Financial Times, 3. mars 2009;
og „The State of Economics“, The Economist 16. júlí 2009, bls. 68-72.
25 David Colander, Hans Föllmer, Armin Haas, Michael Goldberg, Katarina
Juselius, Alan Krman, Thomas Lux og Brigitte Sloth, The Financial Crisis and the
Systemic Failure of Academic Economics, Kiel Working Papers nr. 1489, febrúar
2009, Kiel Instimte for the World Economy, bls. 2.
46