Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Side 50
GUÐMUNDUR JÓNSSON
grátt kapítalisminn leikur alþýðuna á krepputímum hefur alltaf verið ein af
höfuðröksemdum sósíalista fyrir afnámi kapítalismans - og jafhframt
mikilvæg skýring á fylgi við sósíalismann á 20. öldimii.
Marx varð einna fyrstur hagfræðinga á 19. öld til að gefa taktföstmn
sveiflum í efnahagslífi gaum og gerði kreppur að sérstöku rannsóknarefni
sínu. Með kreppu átti hann við það ástand sem skapast þegar vöxtur eða
endurnýjun kapítalsins, auðmagnsins, er truflaður og getur kreppan verið
bundin við eina atvinnugrein, hagkerfið allt eða jafnvel hagkerfi margra
landa. Kreppur eru óhjákvæmilegur hluti af kapítalismanum og felast ekki
endilega í miklum samdrætti framleiðslunnar heldur allt eins í uppstokkun
eða endurskipulagningu auðmagnsins sem miðar að því að auka arðsemi
framleiðslunnar á nýjan leik. Marx gerði ráð fyrir því að stéttabaráttan
harðnaði eftir því sem andstæður milli stéttanna yxu, en í umfjöllun hans
um kreppur er ekki að sjá að þær séu óhjákvæmilegur undanfari hrmis
kapítalismans. Efhahagskreppur eru frekar tjáning á ójafnvægi í kapítalískri
framleiðslu sem leiðir gjarnan til endurskipulagningar ffamleiðslunnar.
Fyrr eða síðar kæmi þó að því að möguleikar kapítalismans á arðbærum
fjárfestingum og endurnýjun auðmagnsins juðu á þrotum og þá mjndi
blasa við hrun hans og eyðilegging.
Þótt Marx teldi að kreppur gæm orsakast af þáttum utan hagkerfisms
var meginhugmynd hans sú að kreppur ættu rót að rekja til eðlishátta
kapítalismans. Hann setti að vísu ekki ffam neina kemringu um orsakir
hagsveiflna, né heldur útskýrði hann af hverju vaxandi mótsagnir kapítal-
ismans birmst í slíkum sveiflum. Það sem meira er, Marx setti ekki ffam
almenna kenningu um kapítalískar kreppur og af þeim sökum hafa marx-
fræðingar þurft að geta sér til um hver var raunveruleg skoðun hans á
efnahagskreppum út frá ýmsum skrifum hans og ummælum.-8 En svo
mikið er víst að grunnhugmynd Marx var sú að kreppur væm ekki afleið-
ing tilfallandi aðstæðna heldur sprytm þær úr félagsgerð kapítalismans;
markaðskerfið leitar ekki í jafnvægisástand heldur hneigist það þvert á
móti til að að festast í kreppu. „Old borgarastéttarinnar er mörkuð þrot-
lausum gerbreytingum á framleiðslu, látlausu róti á öllum þjóðfélagshátt-
um, eilífu öryggisleysi og umskiprnm“, segir í Kommúnistaávarpinu frá
1848.29 Kreppur væru ekki aðeins fylgifiskur kapítalismans heldur óhjá-
kvæmileg niðurstaða af innri mótsögnum hans, og þær setja honum tak-
28 Clarke, Marx's Theory ofCrisis, bls. 7-8.
29 Karl Marx og Friedrich Engels, „Kommúnistaávarpið“, Sverrir Kristjánsson
þýddi, Úrvalsrit, 1. bindi, Reykjavík: Heimskringla, 1968, bls. 29.
48