Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Qupperneq 55
KREPPUR OG KAPITALISMI
að sósíalisminn væri aftur orðinn raunhæfur mögnleiki brustu þó áður en
áttundi áratugurinn var á enda, verkalýðshreyfingin sýndi ekki það fýlgi
við róttækar breytingar sem sósíahstar höfðu vænst og nú sópaðist fylgi að
ný-hægrimönnum. Margir róttæklingar sneru baki við marxismanum og
róttækir fræðimenn fóru að líta á kreppu áttunda áratugarins fremur sem
umbreytmgartíma yfir í nýtt skeið kapítalismans, póstmódernisma, í stað
mandskra kenninga um kreppu sem tjáningu á innri mótsögnum kapítal-
ismans.
Þrátt fyrir andstreymið héldu margir marxistar áffam að vinna með
kenningar Marx og byggðu á grunnhugmynd hans um irrnri mótsagnir
kapítalismans sem dýpki með tímanum, eðhslægan óstöðugleika sem valdi
hagsveiflum og jafnvel djúpum kreppum. Meðal marxista sem aðhyllst
höfðu kenninguna um ónóga efdrspum eða skipulagsleysi markaðarins
hafði minnkandi arðsemi verið talin afleiðing en ekki orsök kreppu. A átt-
unda áramgnum tóku marxistar hins vegar að líta á kenninguna um lækk-
andi gróðahlutfall sem höfuðskýringu á kreppum enda virtist arðsemi fyr-
irtækja minnka jafhvel áður en kreppan lét á sér kræla. Þeir voru hins vegar
ekki á einu máh um hvað orsakaði minnkandi arðsemi: var það hækkun
launakostnaðar eða sífellt hærra hlutfall fastafjármagns í framleiðslunni?
Af þessu spmttu miklar fræðilegar deilur á næstu árum sem síðan fjömðu
út eftir því sem áhrif marxismans dvínuðu og nýfrjálshyggjunni óx ásmegin
bæði í fræðum og stjómmálabfi.
Enn í dag hefur marxisminn nokkurt aðdráttarafl í ffæðilegri grein-
ingu á kapítahsmanum og hafa t.d. verið skrifuð athyglisverð rit í anda
hans um umskiptin í hagþróun um og eftir 1970. I einu metnaðarfyllsta
riti um hagþróun á síðari hluta 20. aldar, The Economics of Global
Turbulence, leitast Robert Brenner við að sýna fram á með reynslurökum
að kapítalisminn hafi verið í lægð síðan á áttunda áratugnum og telur
hann að meginskýringin sé sú að gróðahlutfallið, sérstaklega í iðnaðar-
framleiðslunni, hafi lækkað. Hér er sem sagt kenningin um lækkandi
gróðahlutfall enn gerð að megininntaki í greiningu á kreppu kapítalism-
ans. En þessari skýringu hefur verið andmælt og bent á rannsóknir sem
ekki sýna slíka hneigð á Vesturlöndum, arðsemi hafi sveiflast upp og
niður en ekki sýnt hneigð í ákveðna átt á síðustu áratugum.41 Marxistum
Study in Social Evolution and Human Potential, Albany: State University of New
York Press, 2007; Julio Huato, „Deep History and Capitalism“ (ritdómur), Science
& Society 73(1), 2008, bls. 109-117.
41 Nicolas Crafts, „Profits of Doom?“, Nerw Left Revietv 54, nóv.-des. 2008, bls. 54.
53