Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 65
GUÐFRÆÐIN í PÓLITÍKINNI - PÓLITÍKIN í GUÐFRÆÐINNI
ráðsmennskuhlutverki innan sköpunarverksins.12 í fyrri sköpunarsögu
Fyrstu Mósebókar er sköpun manneskjunnar og hlutverki hennar lýst á
eftirfarandi hátt:
Og Guð skapaði manninn efrir sinni mynd. Hann skapaði hann
efrir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu.
Guð blessaði þau. Og Guð sagði við þau: „Verið frjósöm,
fjölgið ykkur og fyllið jörðina, gerið ykkur hana undirgefna og
ríkið yfir fiskum sjávarins og fuglum himinsins og öllum dýrum
sem hrærast á jörðinni.“
Og Guð sagði: „Nú gef ég ykkur allar sáðjurtir jarðarinnar
og öll aldintré sem bera ávöxt með ffæi. Þau skulu vera ykkur
til fæðu. Og öllum dýrum jarðarinnar, öllum fuglum himinsins,
öllum skriðdýrum jarðarinnar, öllu sem hefur lífsanda í sér, gef
ég öll grös og jurtir til fæðu.“ Og það varð svo.
Og Guð leit allt sem hann hafði gert, og sjá, það var harla
gott. (lMós 1.27-31)
I Postullegu trúarjátningunni er inntaki sköpunarsögunnar gerð skil
með því að játa trú á Guð „föður almáttugan, skapara himins og jarðar.“ I
Frœðtmum minni útleggur Marteinn Lúther þessa fyrsm grein trúarjám-
ingarinnar með þessum orðum:
Eg trúi að Guð hafi skapað mig og alla hluti, hafi gefið mér lík-
ama og sál, augu, eyru og alla limi, skynsemi og öll skilningarvit
og haldi því enn við; auk þess klæði og skæði, mat og drykk, hús
og heimili, maka og böm, akur, fénað og öll gæði; sjái mér ríku-
lega og daglega fyrir öllum þörfum og fæðslu þessa líkama og
lífs; verndi mig gegn allri hættu, og gæti mín og varðveiti mig
frá öllu illu; og allt þetta af einskærri, föðurlegri, guðlegri gæsku
og miskunn, án allrar minnar verðskuldunar og tilverknaðar. En
fyrir allt þetta ber mér skylda til að þakka honum og vegsama
hann, þjóna honum og hlýða. Það er vissulega satt.13
Þetta er túlkun á hinni fomu jámingu sem tengir hana við tímanlega
12 Serene Jones, „What is Wrong with Us? Human Nature and Human Sin“,
Essentials of Christian Theology, ritstj. William C. Placher, Louisville: Westminster
John Knox Press, 2003, bls. 141-158, hér bls. 143-148.
13 Hér vitnað eftir Einari Sigurbjömssyni, Kirkjanjátar, Reykjavík: Utgáfan Skálholt,
1991, bls. 266.
63