Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 74
ARNFRIÐUR GUÐMUNDSDOTTIR OG HJALTI HUGASON
maður góð, rétdát verk.“ - „Vond verk skapa aldrei vondan
mann, en vondur maður vinnur vond verk.“ Svo að persónan
verður alltaf að vera góð og réttlát á undan öllum góðum verk-
um, og góð verk koma og stafa frá hinni réttlátu, góðu persónu,
eins og Kristur segir: „Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu,
ekki heldur skemmt tré borið góða ávöxtu“ (Matt 7.18) [...].2
Að þessum forsendum gefhum gat Lúther gert ríkar kröfur til fólks um
rétta breytni. Þrátt fyrir að fagnaðarerindið um Krist snerist að mati hans
um ffelsi undan ánauð lögmáls, taldi hann það engu að síður ábyrgð krist-
ins manns að bera Guði vitni með breytni sinni. Gott tré ber góðan ávöxt.
Agætt dæmi um þetta viðhorf Lúthers til góðra verka er meðal annars að
finna í túlkun hans á boðorðunum í Fræðunum minni, þar sem kemur skýrt
fram að hann lítur ekki einungis á það sem skyldu kidstins manns að forð-
ast hið illa, heldur miklu fremur að stuðla að framgangi hins góða. Þannig
vill Lúther ekki að við látum nægja að forðast það að verða manni að bana,
heldur sé merldng fimmta boðorðsins róttækari:
Vér eigum að óttast og elska Guð, svo að vér eigi meiðum
náunga vom né vinnurn honum nokkurt mein á líkama hans,
heldur björgum honum og hjálpum í allri líkamlegri neyð.:s
Varðandi sjöunda boðorðið skrifar Lúther:
Þú skalt ekki stela.
Hvað er það? Svar: Vér eigum að óttast og elska Guð, svo að
vér eigi tökum peninga eða fjármuni náunga vors né dröguni
oss það með svikinni vöru eða öðmm brögðum, heldur hjálpum
honum að geyma eigna sinna og efla atvinnu sína.29
Hér kemur skilningur Lúthers á ráðsmennskuhlutverkinu skýrt ffam.
Hjálpræðið er að ffumkvæði Guðs. Það er gjöf Guðs til okkar. Aftur á móti
er á ábyrgð okkar að bregðast við þeirri gjöf og sýna þakklæti okkar í verki
með því að elska náungann og gjörvallt sköpunarverk Guðs.
Líkt og syndarhugtakið hefur lokast inni í „kategóríum“ einkalífs og
„móralisma“ hefur boðskapurinn um lausn undan syndinni haft tilhneig-
ingu til að glata félagslegri vídd sinni. I honum felst þó fjvst og fremst
2 7 Marteinn Lúther, Umfrelsi kristins manns, sr. Magnús Runólfsson þýddi, Revkjavík:
Heimatrúboðið, 1967, bls. 33-34.
28 Hér vitnað eftír Einari Sigurbjömssyni, Kirkjan játar, bls. 263.
29 Sama rit, bls. 263.
72