Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 77
GUÐFRÆÐIN í PÓLITÍKINNI - PÓLITÍKIN í GUÐFRÆÐINNI
lútherskar landskirkjur Þýskalands í ríkiskirkju mótmælenda undir stjóm
Ludwdgs Mtiller (1883-1945) ríkisbiskups. Þessi afskipti Hiders af kirkju-
málum sem og fylgispekt ýmissa kirkjuleiðtoga við hann urðu til þess að
guðfræðingar á borð við Martin Niemöller (1892-1984), Dietrich
Bonhoeffer (1906-1945) og Karl Barth (1886-1968) snemst gegn þessu
vanhelga sambandi ríkis og kirkju. Varð Barmenyfirlýsingin helsta stefiiu-
skrá þeirra. Þar er því lýst yfir að Jesús einn opinberi Guð og eigi kristnir
menn að hlýða honum einum, ekki aðeins í trúarefnum heldur á öllum
stdðum lífsins, en ekki ganga erinda tiltekinna stjómmálastefna. Þá er því
haldið fram að hvorki kirkja né ríki búi réttilega yfir drottnunarvaldi held-
ur beri kirkjunni að þjóna Guði og mönnum en ríkisvaldinu að viðhalda
góðri sköpun Guðs. Loks er áréttað að kirkjunni beri að andæfa ríkinu
þegar það brýtur gegn skipan GuðsV
Tvö nýlegri dæmi um andóf kirkju og guðfræðinga við þjóðfélagslegu
óréttlæti era viðbrögð alþjóðlegra kirkjusamtaka við ofbeldi og afleiðing-
um þess. Heimsráð kirkna (World Council of Churches) reið á vaðið og
lýsti yfir baráttu kirkjunnar gegn ofbeldi í heilan áratug (2001-2010) undir
yfirskriftinni „Aratugur gegn ofbeldi: Kirkjur leita sátta og friðar“.37 Atak
Heimsráðsins beinist gegn hvers konar ofbeldi, þar á meðal ofbeldi gegn
konum og bömum.38 I kjölfarið fylgdi Lútherska heimssambandið
(Lutheran World Federation), sem beindi athyglinni fyrst og fremst að
ofbeldi gegn konum, og var verkefni þess á þessum vettvangi annars vegar
hugsað sem framlag til ofbeldisáratugar Heimsráðsins og hins vegar
alþjóðlegs áratugar Sameinuðu þjóðanna sem helgaður er ástundun friðar
og baráttunni gegn ofbeldi í garð bama.39 Arið 2002 gaf Lútherska heims-
sambandið út ritið Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum. Framkvœmdaáætlim
jyrir kirkjund10 og kom það út í íslenskri þýðingu ári síðar.41 Ataki
36 Einar Sigurbjömsson, „Barmenyfirlýsingin 31. maí 1934. Inngangur og þýðing“,
Ritröcf Guðfrœðistofhunar/Studia theologica islandica 19, Reykjavík: Guðfræðistofnun/
Skálholtsútgáfan, 2004, bls. 11-18.
37 Sjá http://overcomingtaolence.org (skoðað 15.12.2009).
38 Margot Kassmann, Overcoming Violence. The Challenge to the Chtirches in All Places,
Genf: WCC Publication, 1998, bls. 45-56.
39 Intemational Decade for a Culture of Peace and Non-Violence for the Children ofthe
World, 2001-2010, sjá http://www.un-documents.net/a56r5.htm (skoðað
15.12.2009).
40 Churches say ‘NO’to Violence against Women. Action Planfor the Chtirches, Genf: The
Lutheran World Federation, 2002.
41 Kirkjan mótmælir ofheldi gegn konum. Framkvæmdaáætlun fyrir kirkjuna, Ragnheiður
Margrét Guðmundsdóttir þýddi, Reykjavík: Þjóðkirkjan/Skálholtsútgáfan, 2003.
75