Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 99
Ólafur Páll Jónsson
Kreppa, náttúra og sálarlíf
Um nokkurt skeið hefur verið almælt að á íslandi ríki kreppa. En hvað
skyldi það nú annars þýða? Innan hagffæði er sagt að kreppa sé þegar
þjóðarframleiðsla dregst verulega saman tvo ársfjórðunga í röð.1 A ensku
er talað um depression eða recession eftir því hversu djúp dýfan er. Kreppa í
þessum skilningi þýðir þá að um hálfs árs skeið framleiða fyrirtækin minna,
bæði í formi vöru og þjónustu, og þar með er minna til skiptanna fyrir það
fólk sem nýtur þessara gæða. En er ekki allt í lagi að framleiðslan minnki í
þjóðfélagi offramleiðslu og ofneyslu? Þar að auki er kreppa í umhverf-
ismálum, sem yfirvofandi loftslagsvandi er eitt dæmi um. A ensku heitir
það reyndar crisis en ekki depression. En kreppurnar tilheyra ekki bara
hinum ytri heimi, því að sálin lendir líka smndum í kreppu, stundum er
það einhvers konar sjálfsmyndarkreppa sem leggst yfir á miðjum aldri, það
heitir einmitt crisis á ensku, eins og loftslagsvandinn. Smndum birtist sál-
arlífskreppan í þunglyndi, sem heitir depression eins og efnahagskreppan.
Til að átta sig betur á þeirri stöðu sem Islendingar eru í, bæði sem þjóð og
sem hópur ólíkra einstaklinga, er gagnlegt að hafa í huga þessa margs
konar merkingu orðsins kreppa og hvernig ólíkar kreppur hafa sett mark
sitt á íslenskan samtíma.
1. Hagkerfið
Á íslandi varðar spumingin um kreppu í hagfræðilegum skilningi samdrátt í
samfélagi allsnægta. Spumingin um afleiðingar kreppu horfir vitanlega
öðmvísi við í löndum sem búa við skort. Þar leiðir samdráttur fljótt til
hörmunga.2 Fæstir íslendingar þurfa líklega að örvænta þótt neyslan næsm
1 Sjá t.d. Gylfi Magnússon, „Hvað er kreppa?“, Vísindavefnrinn 4.6.2003, http://vis-
indavefiir.is/?id=3477 (skoðað 15.3.2009).
2 Eða enn meiri hörmunga meðal þeirra tveggja milljarða jarðarbúa sem lifa undir
fátæktarmörkum.
Ritið 2-3/2009, bls. 97-112
97