Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 101
KREPPA, NÁTTÚRA OG SÁLARLÍF
einfölduð mynd og það á efdr að verða ærið verkefni bæði sagnfræðinga
og hagfræðinga að grafast fyrir um og skilja orsakir þessarar kreppu tál
nokkurrar hlítar.
Eitt af því sem flækir myndina fyrir venjulegu fólki er að helstu versl-
unarvörumar á uppgangstímunum ír am að kreppunni vora ekki raunvera-
leg verðmæti eins og matur og föt heldur peningar - eða fjárfestingar.
Jarðbundnir hlutir eins og hús - heilu íbúðahverfin - vora í raun ekki hús
frá sjónarhóh hagkerfisins heldur þárfestingar. Það sem knúði áfram hinn
brjálæðislega byggingarmarkað, sem skilur nú eftdr sig heilu draugahverfin
og hrikaleg sár í landslaginu, var þörf fyrir jjáifestingciT en ekki þörf fyrir
hiísnœði. Það var spákaupmennska sem réð ríkjum og nú blasir við að þeir
sem réðu mestu um framvinduna spáðu allir meira og minna því sama,
hvort sem það vora verktakar, bankamenn eða stjómmálamenn. Og allir
létu eins og þeir hefðu fengið frumlega hugmynd.
2. Náttúran
Á mtmd 1 sjáum við hvernig margvísleg gæði - hráefni, orka og þjónusta
- renna inn í hringrás framboðs og eftirspurnar á meðan úrgangur renn-
Mynd 1. Myndin sýnir hvemig vörur ogpeningarfheða í hagkerfinu á milli heimila
ogfyrirtækja. (Myndin er hyggð á mynd Brynhildar Davíðsdóttur ígreininni „The
price is right?“, Art, Ethics and Environment: A Free Inquiry into the Vulgarly
Received Notion of Nature, ritstj. Æsa Sigurjónsdóttir og Olafur Páll Jónsson,
Newton: Cambridge Scholars Press, 2006, bls. 129.)
99