Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 102
ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON
ur frá þessari hringrás. En hvaðan koma gæðin og hvert rennur úrgang-
urinn? Svarið er: Náttúran. Gangtærk hagkerfisins byggist á því að nátt-
úran leggi til hráefifi, orku og ýmsa þjónustu og taki við úrgangi. Frá
sjónarhóh hagkerfisins er náttúran sem sh'k þó öldungis verðlaus þar sem
hún tekur ekki þátt í þeim skiptum sem fara fram í hagkerftnu, þ.e. hún
er ekki aðili að þeim rdðskiptum sem fara fram á milli heimila og fyr-
irtækja. A hinn bóginn er náttúran forsenda sjálfs hagkerfisins og þannig
óendanlega verðmæt.3
Sé sókn hagkerfisins í náttúruna stillt í hóf og sé úrgangurinn ekki
meiri en náttúran getur unnið úr, þ.e. sé umgengni okkar um náttúruna
sjálfbær, þá er samspil náttúru og hagkerfis í lagi. Sannleikurinn er hins
vegar sá að þetta samspil náttúru og hagkerfis er langt frá því að vera
sjálfbært og hefur ekki verið það um langan tíma. Þessi staðreynd mn
samskipti manns og náttúru birtist með hvað skýrustum hætti í þeim
loftslagsbreytingum af mannavöldum sem nú má telja mestu ógn við
mannlegt líf hvar sem er á jörðinni. Hræðslan við kreppuna tdrðist hins
vegar ekki gera fólk víðsýnna - þessi hræðsla hefur ekki orðið til þess að
fólk líti gagnrýnum augum á eigin samtíð - heldur Hrðist hún hvetja
fólk til enn meiri skammsýni og freklegri ásóknar í auðlindir náttúr-
unnar og enn verri umgengni um hana.4 Þetta leiðir óhjákvæmilega til
þess að ytri skilyrði hagkerfisins skerðast, sem aftur leiðir til þess að það
3 Gerðar hafa verið tilraunir til að meta verðgildi þeirrar þjónustu (í þessum skiln-
ingi) sem náttúran veitir. F}Tsta heildarmatið var sett fram árið 1997 af Robert
Costanza og fleirum (Robert Costanza o.fl., „The value of the world’s ecostJStem
services and natural capital“, Nature 387, 1997, bls. 253-260. Sjá einnig James
Boyd, „Nonmarket benefits of nature: "What should be counted in green GDP?“,
EcologicalEconomks 61, 2007, bls. 716-723.
4 Þegar bankarnir hrundu í október 2008 heyrðust strax háværar raddir um að nú
ætti þjóðin að hella sér út í framkvæmdir og ekki dvelja \ið tafsamar aðgerðir
eins og umhverfismat. Þannig spurði Jón Gunnarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, hvort ekki mætti stöðva umhverfismat vegna álvers á Bakka við
Húsavík og „setja eðlilegt skipulagsferli í gang“ til að flýta fhamkvæmdum (ræða
áAlþingi 13.10.2008, sjá http://www.althingi.is/altext/raeda/136/rad20081013Tl
50926.html (skoðað 14.12.2009); sjá einnig frétt í netútgáfu Morgunblaðsins-.
http://wwtv.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/13/umhverfismat_heldur_
afram/ (skoðað 13.03.2009)). Ari síðar var hið sama enn uppi á teningnum. Þá
lögðu forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins (mest áberandi var Vilhjálmur
Egilsson), forysta Alþj'ðusambands Islands (mest áberandi var Gylfi Arnbjörnsson)
og hagsmunaaðilar á Reykjanesi, bæði attdnnurekendur og sveitarstjórnarmenn
(mest áberandi var Arni Sigfússon), allir ríka áherslu á að byggt tTÖi álver í
Helguvík, jafnvel þótt öldungis óljóst væri hvaðan orkan í það álver gæti kornið.
IOO