Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 105
KREPPA, NÁTTÚRA OG SÁLARLÍF
Mynd 2. Úr Nútímanum
(Modern Times), kvikmynd
Charles Chaplin.
handa okkur mönnunum. Hnattvæðingin hefur svo leitt til þess að gang-
verk þessara hjóla teygir sig um fjarlægustu kima heimsins, þótt lífsgæða-
sallinn hlaðist helst upp á Vesturlöndum.8 A mynd 2 má sjá gamlan gagn-
rýnanda þessarar sýnar þar sem hann er flæktur í sjálf hjól atvinnulífsins í
bókstaflegri merkingu.
Við getum spurt, eins og Chaplin gerir í Nútímanum, hvort það sé gott
að hjól atvinnulífsins snúist. Sú framfarasýn sem verksmiðjan í kvikmynd
Chaplins stendur íyrir byggist á framleiðslu. Þar er gefið að meira sé betra.
Þess vegna er Hka komið með hádegisverðarvélina sem á að gera mat-
artímann skilvirkari. En hver vill skilvirkari matartíma? Ekki sá sem vill
njóta matarins.
I sjálfu sér er hvorki gott né vont að hjólin snúist eða snúist ekki.
Framfarahugtak sem er skilgreint út frá magni framleiðslu og tæknilegri
hagkvæmni er alls ekki gildishlaðið og getur þess vegna eitt og sér alls ekki
gefið tilefhi til gildisdóma. Og ef framfarimar em ekki endilegar góðar, þá
er heldur ekki endilega vont að þær líði undir lok og við taki kreppa.
í greinasafninu Framfaragoðsögnin fjallar finnski heimspekinguriim
Georg Henrik von Wright um framfarahugtakið og rekur þar með
dæmum úr stjómmálum, vísindum, heimspeki, hstum og siðferði hvemig
ffamfarahugmynd mitímans er fika goðsögn. I eftirmála við titilgrein
bókarinnar segir von Wright:
8 Osjálfbærni hagkerfisins byggist ekki einungis á sókn í náttúruleg gæði sem ein-
kennist af skammsýni heldur einnig í þeirri félagslegu mismunun sem hún leiðir
tíl, m.a. vegna hnattvæðingar sem flytur til verðmæti heimshoma á milli, ýmist
beint á vettvangi fbamleiðslu og fjármagns eða óbeint með því að afleiðingar van-
hugsaðrar nýtingar á náttúrulegum auðlindum bima helst á þeim sem búa í
fatækustu ríkjum heims.
103