Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 106
OLAFUR PALL JONSSON
Sú verkkunnátta sem tæknin veitir manninum getur einnig kall-
ast drottinvaid yfir náttúrunni. [...]
Hér kemur Kka framfaragoðsögnin til álita.
Drottinvald }tSr náttúrunni er ekki einungis löghelguð eign
mannsins heldur einnig eftirsóknanært markmið, til góðs. Og
því meiri sem veraldarhyggja mannsins verður, þtd minna máh
skiptir hann rökstuðningur þessarar löghelgunar, og því meira
leitast hann við að efla þetta vald.
Hverjum er drottinvald }tfrr náttúrunni til góðs? Og hvers
vegna, á hvem hátt er það til góðs?9
Von Wright spyr svo áfram:
Á hvern hátt er vöxtur í sameiginlegri þekkingu [framfarir í
vísindum] og verkkunnáttu [tækni] þessara samfélagsheilda til
góðs?
Þessari spumingu má svara með tvennu móti. Annars vegar
að aukin þekking og verkkunnátta auki vald eða mátt þessarar
heildar, hitt er að það auld hamingju meðlimanna. Það sem ég
hef kallað framfaragoðsögn er þá sú hugsun að framfarir í vís-
indum og tækni leiði ril samfélagslegra framfara í fornú aukins
valds eða aukinnar hamingju.10
Það sem von Wright gagnrýnir em ákveðin atriði sem virðast óumdeild
í samfélaginu, þótt þau séu ekki einasta mndeilanleg heldur beinh'nis
heimskuleg. „Framfarir em góðar“, segir fólk og bætir svo kannski við:
„Það hggur í orðanna hljóðan“, eða: „Sjáið hvað við höfum það gott!“ Á
líkan hátt gæti fólk sagt: „Kreppan er vond, vegna þess að þá hægir á hjól-
um atvinnubfsins“, eða: „Kreppan er vond vegna þess að þá hefur fólk
minna á milii handanna“. En þessar staðhæfingar em ekld annað en gild-
isdómur sem einföld staðremdalýsmg hefur verið hengd við. Jafnvel lýs-
ingin „þá missir fólk húsin sín“ dugir ekki ril að rökstyðja þann gildisdóm
að kreppan sé vond, nema tvennt annað fylgi með: Aimars vegar að það sé
vont að fólk missi húsin sín og hins vegar að fólk nússi húsin sín vegna
samdráttarins, en ekki af einhverjum öðmm tilfallandi afleiðingum sam-
dráttarins, t.d. aukinni misskiptingu.
9 Georg Henrik von Wright, Framfaragoðsögnin, Þorleifur Hauksson þýddi,
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2003, bls. 118.
10 Sama rit, bls. 119.
104