Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 108
ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON
líf sitt á. Þetta er eitt af því sem greining og mat manna á borð óð Robert
Costanza á þjónustu náttúrunnar ætti að hafa kennt okkur.1' Eftir hrunið
komust rejudar á kreik fjölmargar sögur af fólki sem hafði fundið á ný
ýmis gæði sem höfðu týnst í umróti góðærisins, gæði eins og fjölskyldulíf,
vinskap, samveru og ýmis menningarleg og náttúruleg verðmæti.
Er niðurstaðan þá sú að það sé helber misskilningur að kreppan sé
samfélagslegt böl? Nei, ég held ekki. Hins vegar er ekki augljóst í hverju
bölið felst. Við vitum um orsakir kreppunnar - hrun fjármálakerfisins - og
við getum bent á ýmsar afleiðingar kreppunnar - t.d. gjaldþrot, amnnu-
leysi eða bága efhahagslega stöðu fjtirtækja og einstaklinga. En ekkert af
þessu er í sjálfu sér slæmt. Til að skilja hvers vegna kreppan er slæm íokkar
tilviki, þ.e. hvers vegna kreppan setur fólk í óásættanlega stöðu þrátt h'rir
að íslenskt samfélag sé almennt ríkt og velferðarkerfið býsna viðamikið,
verður að skilja fátækt í auðugum ríkjum.14
Fátækt er gjarnan skilgreind út frá tilteknu tekjumarki. Kostir þessarar
skilgreiningar eru að hún er einföld og gefur trilefxii til margvíslegs sam-
anburðar, bæði frá einum tíma til annars og á milli óhkra ríkja. En af
ýmsum ástæðum eru tekjur afar óheppilegt viðmið.15 Með því að einblína
á tekjur horfa menn ffam hjá margvíslegum öðrum þáttum sem skipta
máli, auk þess sem tekjumælikvarðinn tekur ekki mið af kjama málsins. I
raun eru tekjur einungis tæki og þær eru ekki góðar í sjálfúm sér heldur
gagnlegar vegna þess sem hægt er að nota þær tril. Þess vegna verðum við
líka að nota forsendu (2):
(2) Lífsgæði haldast í hendur við getu fólks tdl að afla sér og
njóta ólíkra gæða
frekar en forsendu (1):
(1) Lífsgæði haldast í hendur við tekjur
til að átta okkur á því hvað sé slæmt við kreppuna. Það er þó ekki svo að
tekjur skipti ekki máh, því að það gera þær vitanlega. Hins vegar er mjög
13 Sjá t.d. Costanza o.fl., „The value of the world’s ecosystem services and natural
capital“.
14 Ef kreppan varir lengi og verður enn dýpri en orðið er þá gemr rítanlega koniið að
því að velferðarkerfið brestur. Þar með yrði grundvallarbreyting á eðli vandans,
spumingin um alvarleika kreppunnar væri ekld lengur spurning um kreppu og
fátækt í auðugu ríki heldur um kreppu og fátækt ífátæku ríki.
15 Sjá Sen, Inequality Reexamined, einkum kafla 6 og 7.
IOÓ