Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Side 112
OLAFUR PALL JONSSON
gera það sem maður ætlar sér, að því marki sem það er á valdi
manns.-0
Það verkefni að tosa ísland upp úr kreppunni felur því öðru fremur í sér
að tryggja að kreppan ógni ekki tilverugrundvelli fólks með því að ræna
það sjálfsvirðingunni og getunni til að taka þátt í lífi samfélagsins, og skapa
því sanngjörn tækifæri til að láta reyna á þessa getu. Um þetta snerust
fundirnir á Austurvelli og víðar tun land veturinn 2008-2009, og um þetta
snerist sjálf búsáhaldabyltingin - og um þetta snýst réttlætið öðru ffemur.
6. Út úr kreppunni
Af því sem ég hef nú rakið um eðli og orsakir kreppunnar og þá samfélags-
legu meinsemd sem hún er, getum Uð líka ráðið hvernig \dð eigum, eða
eigum ekki, að bera okkur að við að bæta ástandið. I fyrsta lagi eigum við
ekki að leggja ofurkapp á að hjól atvinnulífsins taki að snúast með sambæri-
legum hætti og þau snerust áratugina fyrir hrun, vegna þess að sú leið er
leið arðráns á náttúrunni og þar með vísasti vegurinn inn í nýjar og dýpri
kreppur í ffamtíðinni. Við verðum að spyrja okkur hvað séu raunveruleg
lífsgæði, bæði á vettvangi einkalífsins og samfélagsins í heild. Þetta þýðir
að við verðum að taka gildismat okkar til rannsóknar - spyrja okkur hvað
það er sem gerir líf okkar virkilega þess virði að lifa því. A Islandi þýðir
þetta m.a. að náttúra landsins njóti í senn verndar og viðurkenningar. Hér
hefur Island nokkra sérstöðu miðað við aðrar þjóðir Evrópu þar sem sjálfs-
mynd íslendinga er nátengdari náttúrunni en gengur og gerist meðal
nágrannaþjóða okkar.21
Á vettvangi samfélagsins verðum við að spyrja um þau kjör sem fólki
eru búin til að leita þeirra gæða sem það telur að geri líf þess einhvers
virði. Þetta þýðir að lýðræði - raunverulegt lýðræði en ekki einfaldlega
almennar kosningar til Alþingis og sveitarstjórna á þögurra ára ffesti -
verður að vera grundvallaratriði í skipulagi íslensks samfélags. Til þessa
hefur verið lögð ríkari áhersla á að samfélagið sé ýmist markaðssamfélag
20 JohnRawls,^J Theoryofjustice, önnurútgáfa, Cambridge,Ma.: Hart'ardUniversity
Press, 1999, bls. 386. Sjá einnig Vilhjálmur Arnason, Faisælt líf réttlátt samfélag,
Reykjavík: Heimskringla, 2008, einkum kaflann „Sjálfsvirðing og samlyndi", bls.
302-304.
21 Þorvarður Arnason hefur gert rannsóknir á mikilvægi náttúrunnar fyrir sjálfsmtud
Islendinga. Sjá doktorsritgerð hans, Vierws of nature and environmental concem in
Iceland, Linköping: Linköpings universitet, 2005.
IIO