Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Side 113
KREPPA, NÁTTÚRA OG SÁLARLÍF
eða velferðarsamfélag en hvorug nálgunin er líkleg til að gera raunverulegt
lýðræði að veruleika.22
Loks verður Island sem þjóð að skapa sér forsendur heilbrigðrar sjálfs-
virðingar á vettvangi þjóðanna. A uppgangstímanum svokallaða, tíma
útrásarinnar, var lögð áhersla á þá sjálfsmynd þjóðarinnar að fáar ef nokkr-
ar þjóðir stæðu henni ftamar. Útrásin var lofuð sem verk víkinga er gerðu
strandhögg á erlendri grund. Sú mynd hefar nú brotnað með hörmulegum
afleiðingum. Viðbrögðin mega ekki fela í sér afturhvarf til oflætis síðustu
áratuga heldur verða þau að fela í sér endurmat á stöðu Islands í samfélagi
þjóðanna.2-' Þær umhverfisógnir sem nú steðja að í formi geigvænlegra
loftslagsbreytinga sýna okkur að örlög Islands eru samofin örlögum alls
heimsins. Líf Islands verður því, ef vel á að vera, að vera líf í og með sam-
félagi þjóðanna, rétt eins og Hf hverrar manneskju verður að vera líf í og
með því samfélagi þar sem hún á heima.
Hvaða gildi sem einstaklingar vilja setja í öndvegi, og hvernig svo sem
við sem þjóð viljum skipa okkar sameiginlegu málum, þá verðum við að
finna lífi okkar farveg innan þeirra marka sem krafan um sjálfbæra þróun
setur - bæði á sviði efhahags, náttúru og samfélags - vegna þess að sú krafa
er lágmarkskrafa um réttlæti gagnvart komandi kynslóðum. I stað þess að
leggja ofurkapp á aukna hagsæld verðum við að stefna að farsæld, bæði
einstaklinga og samfélagsins í heild.
22 Ég þalla nánar um þetta í greininni „Lýðræði, réttlæti og haustið 2008“, Skírnir
184 (haust), 2009, bls. 281-307.
23 Þátttaka á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfh í desember
2009 var kjörið tækifæri f}TÍr Island til að vinna að slíku endurmati. Sú stefna sem
fyrri rflásstjómir höfðu lagt áherslu á, og enn var kallað eftir á haustþinginu 2009,
var að sækjast eftir undanþágum frá þeim kvöðum sem fylgja ábyrgri stefhu í
umhverfismálum. Það var því afar jákvæð breyting þegar Svandís Svavarsdóttir
umhverfisráðherra gaf það afdráttarlaust út að hún vildi losa Island undan þessum
undanþágum og gera það að fúllgildum þátttakanda í ghmunni við vandann. Sjá t.d.
grein Svandísar, „Skýr skilaboð - Island ætlar að draga úr losun til 2020“ en þar
segir hún m.a.: „I Kýótó var erindi Islands einkum að biðja um undanþágur ffá
reglum bókunarinnar. I Kaupmannahöfn mun Island ganga til liðs við þau rflá sem
æda sér að vera í fhamvarðasveit í baráttunni gegn loftslagsbreytingum“, http://
www.umhverfisraduneyti.is/ffettir/Ymislegt_forsida/nr/1435 (skoðað 14.12.
2009).
iii