Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 115
Kristín Loftsdóttir
Kjammesta fólkið í heimi
Þrástef íslenskrar þjóðernishyggju í gegnum
lýðveldisbaráttu, útrás og kreppu
Inngangur
Á síðustu árum hafa hugmyndir um sérstæði Islendinga sem heildstæðs
hóps verið mjög ofarlega á baugi í almennri þjóðfélagsumræðu og ekki
síður í kjölfar hrunsins síðla árs 2008. Hér mun ég fjalla um hugmyndir
um að Islendingar séu af úrvalskyni og tengsl þeirra hugmynda við þjóð-
emis- og kynþáttahyggju sem birtist í námsefni í upphafi 19. aldar, og tek
svo dæmi úr samtímanum um hvemig slíkar hugmyndir hafa gengið aftur
eins og vofur fortíðar í útrásinni og svo enn og aftur í endurnýjuðu formi
eftir efnahagshmnið. Eins og ég sýni ffam á mátti sjá slíkar hugmyndir
þegar útrásarhugmyndafræðin náði hápunkti sínum og einnig eftir að sú
hugmyndafræði hrrmdi, einungis með öðmm formerkjum. Eg velti fyrir
mér breyttri merkingu slíkra þrástefja í nýju efhahagslegu og sögulegu
samhengi og jafnframt margsnúnum birtingarmyndum þjóðernishyggju.
Sögulega greiningu á námsbókum mun ég tengja við skrif fræðimanna um
nýlendustefnuna og tengsl hennar við evrópska sögu og sjálfsmyndir.
Á síðastdiðnu ári hafa komið ffam margvíslegar greiningar á útrás og
hruni,1 en eins og Ólafur Páll Jónsson bendir á var hrunið haustið 2008
1 Sjá til dæmis: Stefán Ólafsson, „íslenska efriahagsundrið: Frá hagsæld til frjáls-
hyggju og fjármálahruns", Stjómmdl og stjómsýsla 4(2), 2008, bls. 233-256; Jón
Fjömir Thoroddsen, Islenska efnahagsundriö: Flugeldahagfræði jýrir byijendur,
Reykjavík: Brúðuleikur, 2009; Roger Boyes, Meltdown Iceland: How the Global
Financial Crisis Bankrupted an Entire Country, London: Bloomsbury, 2009; Guðni
Th. Jóhannesson, Hninið: Island á barmi g/aldþrots og upplausnar, Reykjavík: JPV
útgáfa, 2009.
BhiS 2-3/2009, bls. 113-139
n3