Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Qupperneq 118
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
Fræðimenn hafa velt fyrir sér tengslum hnattvæðingar og þjóðem-
ishyggju og hefur Guðmundur Hálfdanarson bent á að deilur fræðimanna
um áhrif hnattvæðingar á þjóðemishyggju tengist ósamkomulagi um hvað
sé í raun nýtt í hnattvæðingunni og hvað sé gamalt.16 Ulrich Beck sér
einstaklingsvæðingu sem hluta af hnattvæðingu og telur að þegar henni
fleygi fram þá molni þættir eins og hópkennd, tryggð og þjóðleg sjálfe-
mynd.1- Tengingin sem Beck bendir á milli einstaklingstræðingar og
hnattvæðingar er milálvæg, en draga má í efa að þjóðleg sjálfsmtmd og
hópkennd séu á undanhaldi með auknum áhrifum hnattvæðingar. Þvert á
móti hafa margar rannsóknir sýnt fram á að sterkari áhersla á afmörkun og
landamæri þjóðemislegrar sjálfsmyndar séu oft fylgifiskar hnattt'æðing-
ar.18 Jafnframt má sjá þjóðemishópa nýta sér tækifærin sem hnattt-æðing
felur í sér á skapandi hátt.19 I íslensku samhengi má sjá frjóa notkun á
þjóðernislegum táknum, markaðssetningu þeirra og aðlögun að alþjóðleg-
um straumtun.20 Eg hef notað hugtakið einstaklingsmiðuð þjóðemishyggja
til að vísa til þess hvemig þjóðleg einkenni Urðast skipta máh í hnattrænu
samhengi nútímans. Hún felur í sér sambræðslu alþjóðlegrar einstaklings-
hyggju við eldri hugmyndir þjóðernishyggju, þar sem þjóðleg tákn fá nýja
og endurreista merkingu í alþjóðlegu samhengi.21 Eins og fræðimenn hafa
bent á hafa minningar félagslega og sögulega áferð sem er samofin sjálfs-
mynd og sjálfsveruhugmyndum.22 Andreas Huyssen bendir á að þjóðin
október 1993, ritstj. Elín Bára Alagnúsdóttir og Ulfar Bragason, Reykjavík: Stofnun
Sigurðar Nordals, 1994, bls. 71-83.
16 Guðmundur Hálfdanarson, „Er íslensk söguendurskoðun útflutningshæf?“, Imynd
Islands: RáSstejha um miSlun íslenskrar sögu og menningar erkndis 30. október 1993,
ritstj. Elín Bára Alagnúsdóttir og Ulfar Bragason, Revkjatúk: Stofhun Sigurðar
Nordals, 1994, bls. 200-228.
17 Ulrich Beck, „Hvers-vegna-ekki-samfélagið“, Kristján B. Jónasson þýddi, FramtíS
lýSrœðis á tímum hnattvæSingar, ritstj. Hjálmar Sveinsson og Irma Erlingsdóttir,
Reykjavík: Reykjamlmrakademían, 2000, bls. 51-67.
18 John Block Friedman, The Monstrous Races in Medieval Art and Thought, New York:
Syracuse University Press, 2000.
19 Kristín Loftsdóttir, The Bush is Sweet: Identity, Pcnver and Development among
WoDaaBe Fulani in Niger, Upjasala: Nordic Africa Institute, 2008, bls. 202-203.
20 Kristín Loftsdóttir, „Utrás Islendinga og hnattvæðing hins þjóðlega: Horft til
Silvíu Nætur ogMagna", RitiS 1/2007, bls. 159-176, hér bls. 167-168.
21 Sama rit.
22 M. Bommes og P. Wright, ,,‘Charms of Residence’: The Public and the Past“,
Making Histories: Studies in History-Writing and Politics, ritstj. R. Johnson, G.
McLennan, B. Schwartz og D. Sutton, Minneapolis: University of Alinnesota
Press, 1982, bls. 253-302.
iió