Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 119
KJARNMESTA FÓLKIÐ í HEIMI
heldur áfram að vera mikilvægur vettvangur athafna og ímynda sem
tengdar eru minningum á ákveðinn hátt þrátt fyrir aukin tengsl í gegnum
hnattvæðingu.-3 Huyssen undirstrikar mikilvægi þess að skoða hvernig
minni er endurgert og sett fram í margvíslegu tilliti svo sem út frá þjóð-
inni, ákveðnum svæðum og í alþjóðasamhengi. Linnulaus upprifjun fortíð-
arinnar, segir Huyssen, er eitt einkenni samtímans þar sem sögulegir
atburðir eru rifjaðir upp í sífellu og skapa ákveðinn ramma til að skilja aðra
atburði í samtímanum.24
I þessari grein byrja ég á að fjalla um hinar þjóðernislegu orðræður sem
finna má við upphaf 20. aldar í námsbókum í Islandssögu, mannkynssögu
og landafræði. Eg legg þar áherslu á hvernig íslendingar hugsuðu um sitt
eigið þjóðerni og hvað ímyndir þeirra af öðrum í námsbókunum segja um
sýn þeirra á sjálfa sig. Síðan geri ég grein fyrir því hvernig svipuð sýn á eðli
Islendinga endurspeglast í orðræðum um útrásina á útrásartímum og að
lokum hvernig sömu þemu eru enn til staðar eftir hrun bankanna haustið
2008. Fyrri hluti greinarinnar, sem fjallar um ímyndir námsbóka, byggir á
rannsókn á framandleika og fjölmenningu sem ég hef unnið að um ára-
bil.2-"’ Greining mín á nýrra efhi hvað varðar útrásar- og kreppuorðræður
byggir hins vegar á mun umfangsminni rannsóknum og er fremur tilraun
til kortlagningar á þeirri umræðu sem átti sér stað fyrstu tvo mánuðina
eftir hrunið og krefst mun viðameiri og dýpri rannsókna.26
Uppruni og eðli Islendinga í byrjun 20. aldar
í upphafi 20. aldar komu út tvær kennslubækur í íslenskri sögu undir titl-
inum Islandssaga sem áttu eftir að marka djúp spor í huga þjóðarinnar.
Onnur bókin, sem ætluð var börnum, var eftir Jónas Jónsson ffá Hriflu.
Hún var notuð í skólum landsins næstu 70-80 árin. Hin var eftir Jón
Jónsson Aðils, en talið er að hún hafi verið notuð í hálfa öld.2' Bók Jóns
23 A. Huyssen, „Present Pasts: Media, Politics, Amnesia“, Globalization, ritstj. Arjun
Appadurai, Durham og London: Duke University Press, 2001, bls. 57-77.
24 Sama rit.
25 Sú rannsókn hefur verið unnin í tengslum við rannsóknargögn sem safnað var í
samhengi við verkefnið Imyndir Afiiku á Islandi. Rannsóknin var unnin með styrk
ffá Rannís, Rannsóknarsjóði Háskóla Islands og Aðstoðarmannasjóði.
2 6 Guðbjört Guðjónsdóttir meistaranemi í mannffæði hefur aðstoðað mig við söfnun
þeirra gagna, sem og við greiningu þeirra.
27 Þorsteinn Helgason, „Turkráden 1627 i islandska láromedel“, http://www.your-
host.is/half-day-sessions/historia-i-láromedlen.html (skoðað 19. desember 2008).
II7