Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Qupperneq 121
KJARNMESTA FÓLKIÐ í HEIMI
um leið var það sá hluti sem hvað óbilgjarnastur var og verst að
stjórna.33
Á þennan hátt rennir Jónas stoðum undir þá hugmynd að Islendingar
séu sérstakt kyn eða yfirburðafólk, en eins og sagnfræðingurinn Unnur
Birna Karlsdóttir hefur bent á pössuðu hugmyndir Islendinga um sjálfa sig
sem upprunna úr úrvali Norðmanna og Ira vel við hugmyndir mann-
kynbótasinna á ofanverðri 20. öld.34 Heyra má samhljóm í bók Jóns Aðils
þegar hann segir í umræðu um víkingaöldina að margir ágætir menn og
ríkir höfðingjar, eins og hann orðar það, hafi ekki þolað ofríki konunganna
í Noregi heldur farið burt og lagst í hernað og leitað að nýjum bústað í
öðrum löndum.35 I bókinni lslendingasaga eftir Arnór Sigurjónsson sem
upphaflega var gefin út árið 1930 er einnig svipuð frásögn en þar kemur
fram að flestir landnámsmanna hafi rakið ættir sínar til „göfugra“ landa á
vesturströnd Noregs „frá Líðandisnesi norður til Hálogalands“.36
Ferðabók rithöfundarins Þorvaldar Thoroddsen sem ber titilinn Lýsing
Islands er ekki námsbók í eiginlegum skilningi en engu að síður er hún
áhugaverð heimild um hversu viðteknar hugmyndir um uppruna íslendinga
voru. I bók Þorvaldar er fullyrt að Islendingar teljist til hins „gotneska eða
germanska kynstofns“ og að „landsmenn eigi kyn sitt að rekja til
Norðmanna“ þrátt fyrir að nokkrir hafi komið ffá öðrum löndum, þá sér-
staklega Suðureyjum og írlandi.3' Þeir eru því svipaðir Norðmönnum að
„siðum og háttsemi“38 og jafhframt er lögð áhersla á að „Islendingar haf[i]
einir haldið hinni fornu tungu, er töluð var um öll Norðurlöndin í land-
námstíð“.39 Hann talar um íslenskt þjóðerni sem mótað sé af náttúru
landsins og hið sama megi segja um líkama íslendinga, því að loftslag,
landslag og það sem Þorvaldur kallar „rás viðburða“ móti „vaxtarlag
manna, yfirbragð, viðmót, háttsemi og hugsunarhátt“.40 Hann undirstrik-
33 Jónas Jónsson frá Hriflu, Islandssaga handa börnum, 1. bindi, bls. 15.
34 Unnur Birna Karlsdóttir, ,JVIannkynbætur: Hugmyndir um bætta kynstofna hér-
lendis og erlendis á 19. og 20. öld“, SagnfrÆrannsóknir 14, 1998, bls. 151.
35 Jón Jónsson Aðils, Islensktþjóöemi, bls. 22-23 og 7.
36 Arnór Sigurjónsson, Islendingasaga, Akureyri: Bókaútgáfa Þorsteins Jónssonar,
1948 [1930], bls. 25.
37 Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing Islands, Kaupmannahöfh, 1900, bls. 75.
38 Sama stað.
39 Sama rit, bls. 76.
40 Sama stað.
119