Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 122
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
•ar að þetta geri þjóðerni íslendinga „frábragðið þjóðerni skyldra
þjóða“.41
I námsbók Stefáns Jónssonar rithöfundar, sem gefin var út áratugum
síðar, kemur einnig fram að hinir upprunalegu Islendingar hafi verið rjómi
norrænna manna og að landið sjálft sé mótunarvaldur íslensks þjóðemis.
Bókin kom út árið 1967 hjá Ríkisútgáfu námsbóka og Ijóðrænn titill henn-
ar Eitt er landið: Um Islandssögu kallar strax fram þjóðemislegar tilfinning-
ar. I huga Stefáns er þjóðin og landið eitt og hið sama, eins og endurspegl-
ast í eftirfarandi orðum hans: „Arið 874 er því upphafsár íslenzkrar
þjóðarsögu og þá um leið Islandssögu, því að þjóð og land er engin ástæða
að sundurgreina í þessu tilliti".42 Islendingar móta landið og jafhframt
mótar það þá.
Með upphafsorðum sínum undirstrikar Stefán að íslendingar tilheyri
þeim smáa hópi þjóða sem geta rakið sögu sína allt frá upphafi og að fyrstu
landnemamir hafi komið að næstum óbyggðu landi sem þeir þurftu ekla
eingöngu að brjóta undir sig heldur reisti „ný þjóð nýtt ríki innan tíðar,
skapaði nýtt þjóðfélag sem ekki hafði áður verið til“.4' Þjóðernislegur blær
þessarar frásagnar er augljós eins og sjá má á eftirfarandi orðum:
Ekki aðeins hin áhætmsama sigling á litlum skipum mn órarítt
haf til landsins nýja, heldur amk hvert og viðhorf var þvrílíkt
ævintýri, að geymast hlaut sem arfsögn meðal afkomenda þessa
fólks. Hin unga þjóð gætti vel þess arfs og skilaði honum í frá-
sögnum til næstu kynslóða. Þá tóku rítrir menn og fróðir við
og skrásettu hðna atburði til að koma í veg fyrir missagnir og
hafa heldur það, er sannara reyndist. Verk þeirra hafa verið í
hávegum höfð fram á þennan dag. Svo má að orði kveða, að
af voldugu og ævintýralegu framtaki landnemanna hafi bjarma
lagt í meira en þúsund ár og við birtu frá honum hafi þjóðin séð
atburði sögu sinnar gerast.44
Hér eru engin gildishlaðin orð notuð til að gera lítdð úr öðram þjóðum
en Islendingar era þó greindir frá þeim á eindreginn hátt. Athugasemdin í
41 Sama stað.
42 Stefán Jónsson, Eitt er landið: Um Islands sögu, Reykjaták: Ríkisútgáfa námsbóka,
1967, bls. 11.
43 Sama rit, bls. 3.
44 Sama rit, bls. 3-4.
120