Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Qupperneq 123
KJARNMESTA FÓLKIÐ í HEIMI
franihaldinu - „Ánægjulegt er það fyrir litla þjóð að skara fram úr öðrum
þjóðum“45 - segir allt sem þarf.
Almennt vísa eldri námsbækur ekki mikið til Islendinga sem víkinga
heldur ffekar sem landnámsmanna, enda er öðru ff emur litið á víkingaöld-
ina sem hluta af landnámi Islands eða forsögu þess. I verki Jónasar ffá
Hriflu má sjá nokkrar tilvísanir til víkinga. Þegar Jónas talar um stórbænd-
ur í umræðu um þjóðina segir hann til dæmis að þeir hafi að hluta til verið
„duglegir menn, er safnað höfðu saman miklu fé með kaupskap eða vík-
ingaferðum.“46 Jónas ræðir á öðrum stað um ferðir milli landa og er sú
umræða skreytt nokkuð hefðbundinni mynd af víkingaskipi með þanin
segl og útskorinn stafh sem lítur út eins og drekahöfuð. Tengsl skipsins við
víkingatímann eru svo undirstrikuð með myndatexta: „Víkingaskip“. A
blaðsíðunni eru ferðalögin sveipuð rómantískum blæ með orðunum: „Ef
til vill stendur þá á þilfarinu unglingur, sem um vemrinn hefur hlustað
hugfanginn á sögurnar um fjarlægu löndin og er nú á leið út í heiminn til
að leita sér fjár og frama. Þannig fara margir ungir menn utan og eru í
kaupferðum um stund.“47 I bókinni Islandssaga talar Þórleifur Bjarnason, í
aðdragandanum að umræðu sinni um fyrstu landsnámsmenn Islands, um
grimmd og miskunnarleysi víkinga og hversu mjög fólk óttaðist þá.48 Það
er nokkuð áhugavert að í endurútgáfu ritsins ffá árinu 1968 stendur í
ffamhaldi af umræðu um grimmd víkinga að þeir hafi einnig fengist mikið
við verslun49 en sú setning er ekki í útgáfu ffá 1966.50 lslendingasaga
Arnórs Sigurjónssonar frá árinu 1948 dregur einna skýrast fram áherslu
námsbókanna á að víkingatíminn marki fæðingu íslands. Þar segir meðal
annars: „Við víkingaferðimar stækkaði sj óndeildarhringur Norðurlandabúa
geysilega. Þeim barst ný þekking andleg og verkleg ffá öllum nálægum
þjóðum. Þeir verða vakandi, spurulir, efandi, hugsandi, yrkjandi. [...]
íslenzka þjóðin, sem fædd var í þessu hafróti og þessari auðlegð, varð því
borin til mikils arfs.“51
45 Sama rit, bls 4.
46 Jónas Jónsson frá Hriflu, Islandssaga handa börnum, 1. bindi, bls. 34.
47 Sama rit, bls. 91-92.
48 Þórleifur Bjamason, Islandssaga, Reykjavík: Ríkisútgáfa námsbóka, 1966, bls. 7.
49 Sama rit.
50 Sama rit, bls. 7.
51 Amór Sigurjónsson, Islendingasaga, bls. 17.
121