Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 124
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
Bræðralag siðaðra þjóða
Hugmyndir um einstakan uppruna Islendinga er ekki hægt að aðskilja frá
pólitískum sjálfsmyndahræringum Islendinga. Islenska þjóðin var nýlega
búin að uppgötva sjálfa sig sem þjóð og þurfti að réttlæta sérstæði sitt
gagnvart öðrum þjóðum til að verða viðurkennd sem sbk. Samhliða því að
telja uppruna sinn einstakan má sjá í námsbókum sýn Islendinga á sjálfa sig
sem hluta af öðrum siðmenntuðum þjóðum og áherslu á Island sem hluta
af bandalagi siðaðra þjóða, sem var einnig þáttur í kröfu til fullveldis.
I umfjöllun mannkynssögubóka í upphafi 20. aldar er mannkjuúð oftast
nær vestrænir karlmenn. Texti bókanna samanstendur af upptalningu á
afrekum og þróun evrópskrar sögu og íylgir stundum stutt yúfirlit um
skiptingar manneskjunnar í kynþætti. Sagan er hér, eins og Eric Wolf
orðaði það, kapphlaup í gegnum tímann þar sem hver hlaupari réttir þeim
næsta kyndil frelsisins.'’2 Hvert tímabil er talið geta af sér enn merkilegra
tímabil og þannig samanstendur sagan af skrefum í framfarasögu
Vesturlandabúa. Lögð er sérstök áhersla á landkönnuði sem einstaklinga,
sérstaklega Kristófer Kólumbus. Karllægar áherslur eru bæði sýnilegar í
því að viðfangsefnin eru karlmenn og í áherslu á gildi eignuð karhnönnmn,
svo sem hetjulegar lýsingar á djarfleika þeirra og dug. Kólumbusi er til
dæmis lýst sem ráðkænum harðjaxli í einni bóknani.53 I umfjöllmr um
kynni Evrópuþjóða af öðrum hlutum heimsins má sjá hvernig íslenskir
höfundar draga upp mynd af Islendingum sem hluta af hinu sameiginlega
„við“. Saga landkönnunar verður eiirnig hluti af okkar stórsögu, afrek
Spánverja og Portúgala verða okkar affek, okkar ffamlag til sögu heimsins.
Sumstaðar er þó reynt að skjóta sérstöku framlagi Islendinga iim í, til
dæmis í bók Knúts Arngrímssonar og Olafs Hanssonar þar sem svo virðist
sem Islendingum megi eiginlega þakka upphaf landafundanna: „Frá því er
Islendingar fundu Grænland á 10. öld og Vínland árið 1000, hafði það
verið á vitorði ýmissa manna suður í Evrópu, að land væri vestan við
Atlanzhaf1.34 I raun, segir textinn, ætti einnig að þakka Islendingnum Leifi
Eiríkssyni fyrir að hafa fundið Ameríku, en þakka má Kólumbusi fyrir að
52 Eric Wolf, Europe and the People without History, Berkeley: University of California
Press, 1982.
53 Knútur Amgrímsson og Olafur Hansson, Mannkynssaga handa gagnfraðaskólum:
Nýja öldin fram að 1789, Reykjavík: Bókaverzlun Sigfúsar Ejnnundssonar, 1943,
bls. 8-11.
54 Sama rit, bls. 8.
122