Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 126
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
er haldið fram að samkeppni nýlenduveldanna um nýlendur geri leitt ril
aukinna styrjalda innan Evrópu.59
Ahersla Islendinga á að tilheyra félagsskap „siðaðra þjóða“ birtist lík-
lega hvergi jafh greinilega og í deilum Islendinga við Dani í undanfara
dönsku nýlendusýningarinnar árið 1905.60 Forsaga sýningarinnar var sú
að félagsskapurinn Dansk Kunstflidsforening undir handleiðslu mikilvægs
fólks í dönsku samfélagi ákvað að halda sýningu á nýlendmdðföngum
Danmerkur og áttu Islendingar að vera í hópi þeirra. Islenskir nemendur í
Kaupmannahöfh urðu ævareiðir og mótmæltu harðlega í bæði íslenskmn
og dönskum blöðum. Danska nefndin svaraði þuir sig og á endanum var
sýningin haldin en með megináherslu - hvað Islendinga snerri - á muni
tengda verkmenningu landsins og náttúm. Það sem er áhugavert tdð þess-
ar deilur er að þær snemst ekki af Islendinga hálfu um hvort slík sýning
væri réttmæt yfir höfuð, heldur um að þá ætti ekki að setja í sama flokk og
„skrælingja“og „sverringja". Sýningin var þannig fyrst og fi-emst gagnrýnd
vegna þess að Islendingar vom settir á bás með „siðlausum tdlliþjóðum11
eins og Gísli Sveinsson orðaði það í grein í Fjallkonunni,61 en ekki vegna
þess að slíkar sýningar væru lítillækkandi fyrir þá sem til sýnis voru.
Hinir ólíku kynþættir
Hugmyndir um einstakan uppruna Islendinga beinast ekki að kynþætri en
engu að síður má líta á þær sem blandnar ákveðinni kynþáttahyggju. Þetta
á sérstaklega við þegar sögulegt samhengi þessara hugmynda er haft í
huga. I landaffæðibókum frá upphafi 20. aldar má sjá kynþáttahyggjuna
dregna skýrum dráttur frekar en að hún búi undir eins og í þeinr bókum
sem hingað til hefur verið rætt um. Við lesmr gamalla íslenskra landa-
fræðirita og lýsinga þeirra á fjölbreytni manneskjunnar er í raun erfitt að
stilla sig um að staldra við. Textarnir fela í sér skýra, kerfisbundna afmörk-
un þar sem litarháttur er gmnnatriði í því að flokka og útskýi-a einstakl-
59 Sama rit, bls. 153.
60 Kristín Loftsdóttir, „Orheimur ímyndunarlandsins: Framandleiki og vald í Ijósi
heimssýninganna“, Tímarit Máls og menningar 63(4), 2002, bls. 52-61. Sjá einnig
umræðu í Jón Yngvi Jóhannsson, „Af reiðum Islendingum: Deilur urn
Nýlendusýninguna 1905“, Þjóðemi í þiísund árí, ritstj. Jón Yngvi Jóhannsson,
Kolbeinn O. Proppé og Sverrir Jakobsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003, bls.
135-160.
61 Gísli Sveinsson, „Sýning í Kaupmannahöfn ffá hjáleigum Danaveldis. Islandi
stórhætta búin“, Fjallkonan 16. desember 1904, bls. 197.
I24