Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Side 128
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
hans samanborið við aðra flokka en önnur tala um að hvíti kynþátturinn
feli í sér æðsta líkamsformið. Bjarni Sæmundsson segir að hvíti k\mþátt-
urinn einkennist af háu enni og sé „með mjúkt hár, er hðast í lokkum“.65
Halldór Kr. Friðriksson segir að þeir menn séu „hvítir á hörundsht, með
fagurlagað höfuð, mjúkt og ljóst eða dökkt hár“66 og að einstaklingar í
þessum hópi hafi „fullkomnastan líkamsvöxt“.6, Orðalag íslenskunnar er
auðvitað karllægt í sjálfu sér og það má einnig sjá af myndum en þar eru
það andlit eða líkamar karla sem eru holdgervingar hinna ólíku kymþátta. I
riti Karls Finnbogasonar hefur þó verið tahn ástæða til að tiltaka stöðu
kvenna innan kynþátta og þá aðallega til að draga fram slæma stöðu
þeirra.68 Ahersla á hvítan kymþátt er blandin áherslu á Etuópu sem viðmið
fyrir aðra hluta heimsins. Samkvæmt Bjarna Sæmundssyni er Evrópa svo
vel staðsett af náttúrunnar hendi að fyrir tikið er hún hinum álfunum
fremri.69 Karl Finnbogason segir að engri siðmenningu eða menningu
hafi verið stjórnað af „negrum“ enda telur hann að ríki geti ekki þrifist
undir stjórn þeirra.'0
Hlutgerving á einstaklingum á sér þó ekki eingöngu stað með umfjöll-
un um kynþætti heldur er umræða um þjóðir sett fram á keimlíkan hátt,
sem er ekki að undra þar sem í mörgum bókanna er htið á þjóðir sem
einskonar undirhópa kynþátta. Þannig segir í bók Karls Finnbogasonar að
„Danir [séu] dugnaðarmenn í hvívema og ágætir búmenn“,11 að Norðmenn
séu náskyldir okkur Islendingum en standi okkur framar í mörgu, þeir eru
„ljósir á hár og bláeygðir. Þeir eru hraustir og harðfengnir, og verða að
jafnaði hærri vexti og langlífari en aðrir Evrópumenn. Opinskáir eru þeir
og gestrisnir, hugaðir og þrautseigir, en þykja nokkuð fasmiklir og fljótir
að skipta skapi'V2 Lappar eru hins vegar „lotnir, og lágir vexti, kjálka-
breiðir og dökkir ydirlitum. Ljettlyndir eru þeir sagðir, en lítt gáfaðir“.'3
ímyndir Islendinga sem fjallað var um hér á undan birtast í ólíkum
65 Bjarni Sæmundsson, Landafræði handa gagnfi-æðaskólum, Reykjavík: Bókaverzlun
Sigfusar Eymundssonar, 1937, bls. 9.
66 Halldór Kr. Friðriksson, Kemislubók ílandafræðinni, 2. útg., Reykjatdk: Prentsmiðja
íslands, 1867, bls. 11.
67 Sama stað.
68 Karl Finnbogason, Landafi-æði handa bömum og unglingum, Reykjavík: Bókaverzlun
Guðm. Gamalíelssonar, 1931.
69 Bjarni Sæmundsson, Landafræði handa gagnfræðaskólum, bls. 12.
70 Karl Finnbogason, Landafræði handa bömum og unglingum, bls. 10.
71 Sama rit, bls. 30.
72 Sama rit, bls. 36.
73 Sama rit, bls. 39.
I2Ó