Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Síða 130
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
unum „landnámsöldin [er] á vissan hátt upphafið að þessu öllu saman“./;>
Hann sagði jafhframt í fyrirlestri hjá Sagnfiræðingafélagi Islands árið 2006
að
fólkið sem hingað kom var hluti af menningarheild sem sótti
nýjan efnivið á framandi lendur, hélt í langferðir í leit að betri
tækifærum, bar í brjósti svipaðan útrásaranda og mótað hefur
árangur okkar að rmdanförnu. '6
Ræða forsetans hjá Sagnffæðingafélaginu ber með sér mörg þau þrástef
sem ítrekað mátti heyra í samhengi við íslensku útrásina, svo sem vinnu-
semi, þor og sköpunarkraft, en slíkir eiginleikar eru oft taldir eiga sér
rætur í sérstöku þjóðareðli íslendinga sem mótaðist á landnámsöld.
Einstaklingar sem unnið hafa að íslensku útrásinni enr samkvæmt Olafi oft
taldir vera „arftakar hefðar sem á sér rætur í upphafi Islandsbyggðar.“77
Þeir bera þannig áffam kyndil íslands, gjöf þeirra til siðmenningar heims-
ins.
Svipaða orðræðu mátti sjá víða í samfélaginu. Skýrsla Viðskiptaráðs
Islands um útrás íslenskra fyrirtækja til Lundúna notar hugtök eins og
„víkingar“ og „strandhögg“ og jafhfi-amt er sagt að „íslenskt viðskiptalíf
[einkennist] öðru ffemur af miklum sveigjanleika og skjótri áHarðana-
töku“, sem og að íslendingar séu fljótir að „tileinka sér nýjungar“ og skeri
sig í því frá Bretunum. Einn viðmælenda í skýrslunni segir: „Islendingar
hafa almennt þor og dug, sem er einn af styrkleikum okkar. Okkar afstaða
er að ráðast í hlutina“. Einnig er haft eftir öðrum viðmælenda að það „ [hái]
Islendingum hvað þeir [séu] fljótfærir og óþolinmóðir“. s Skýrsla nefhdar
um ímynd Islands sem forsætisráðherra skipaði árið 2007 endurspeglar
einnig svipaðar hugmyndir þar sem rík áhersla er lögð á landnámsarfleifð
Islendinga.79
Hannes Smárason fyrrverandi forstjóri FL Group sagði í viðtali við
75 Olafur Ragnar Grímsson, „Utrásin: Uppruni - einkenni - ffamtíðarsýn“, fyrirlest-
ur í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins 10. janúar 2006, bls. 1, http://forseti.is/
media/files/06.01.10.SagnfrfeI.pdf (skoðað 17. desember 2007).
76 Sama stað.
77 Sama rit, bls. 6.
78 Þór Sigfusson og Halldór Benjamín Þorbergsson, „Utrás íslenskra fyrirtækja til
Lundúna“, Ritröð Viðskiparáðs Islands um íslensktviðskiptaumbverfi, Reykjavík, 2005,
bls. 21,33 og 26.
79 Forsætisráðuneytið, Imyndlslands: Styrkur, staða, stefna, Reykjavík, 2008, til dæmis
bls. 82.
128