Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 133
KJARNMESTA FÓLKIÐ í HEIMI
lýðveldi saman við góðæri frjálshyggjutímans sem hann telur að hefjist
árið 1995 og hafi staðið til hrunsins. Niðurstaða hans er sú að síðarnefhda
góðærið hafi í raun verið lakara en önnur góðæristímabil,8' og telja má það
nokkuð kaldhæðnislegt í ljósi þeirra stóru orða sem voru fylgifiskar útrás-
arinnar.
Krepputímar og þjóðemishyggja
Þegar neyðarlögin voru sett þann 6. október 2008 var eins og Islendingar
hefðu í einu heljarstökki horfið frá því að vera loksins orðnir besta, ham-
ingjusamasta og ríkasta þjóð í heimi - og sýnt umheiminum það - yfir í
hálfgerða bónbjargarmenn á hjara veraldar, sem fór því miður ekki fram
hjá neinum heldur. Hugtök eins og útrásarvíkingur hafa orðið að hálfgerð-
um skammaryrðum í þjóðfélaginu. I sumum tilfellum hefur fólk reynt að
endurskilgreina víkingaímjndina, til dæmis með því að vísa til „víkinga-
blóðsins“ og útskýra í framhaldinu að þá sé ekld átt við hina svokölluðu
útrásarvíkinga.88 Svipaða endurskoðun, litaða ákveðinni kaldhæðni, má
finna í orðum Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar um að til foma
hafi Islendingar í raun verið „pappírsvíkingar“ sem unnu sín affek á kálf-
skinn.89 Aðrir hafa þó varið útrásina, eins og Svafa Grönfeldt, rektor
Háskólans í Reykjavík, sem sagði í október 2008 að það sé „gríðarlega
margt sem við gemm þakkað íslensku útrásinni“ og tekur sérstaklega ffam
að hún eigi ekki bara við útrás síðustu mánaða heldur affek íslenskra
athafnamanna ffá þH að lýðveldið var stofhað.90
Samhhða má þó sjá lifandi umræður þar sem reynt er að máta víkinga-
myndlíkinguna við hver „við“ erum í „raun og vera“ um leið og horft er
fram á veginn. Geir Haarde lét þau orð falla að „við höfum lært af langri
búsetu í harðbýlu landi“, og að íslendingar gefist ekki upp þótt á móti
87 Stefán Olafsson, „íslenska efnahagsundrið“, bls. 237.
88 Agný, „Hitt og þetta... aðallega hitt...“, 11. nóvember 2008, http://agny.blog.is/
blog/agny/entry/707188/ (skoðað 17. nóvember 2008).
89 Guðmundur Andri Thorsson, „Fé án hirðis", Vísir.is, 13. október 2008, http://
visir.is/article/2 0081013/SKOD ANIR04/48597 5 896&SearchID=7 3 338550181
463 (skoðað 14. nóvember 2008).
90 Svafa Grönfeldt, ,„Afram Island!“, tilkyTming á vefsíðu Háskólans í Reykjavík 17.
október 2008, http://wwsv.ru.is/?PageID=2587&NewsID=2669 (skoðað 14. nóv-
ember 2008). Greinin birtist einnig í Viðskiptablaðinu sama dag.