Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 134
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
blási.91 Geir talaði einnig í ávarpi til þjóðarinnar um íslenska bjartsýni92
líkt og til sé sérstök þjóðleg bjartsýni. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASI talar
um að við þurfum að nota þá verðmætu eiginleika sem liggja í eðli
íslendinga, sem og að „við Islendingar [séum] fljótár að laga okkur að
breyttum aðstæðum“ sem sé afleiðing þess að við erum „veiðiþjóð“.93
Svafa Grönfeldt talar um að það skipd „svo gríðarlega miklu máli að sá
baráttuandi landsmanna sem hefirr komið okkur í gegnum allar þessar
hamfarir frá því að landið byggðist sé ekki niðurbrotinn“.94 A bloggsíðum
má einnig sjá stdpaðar vangaveltur. „Við erum [...] öll ein fjölskjdda,
komin af sterkum forfeðrum, sjálfstæðum víkingum!“9:' Þá fela ummæli
Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu í sér svipaða tilvísun til eðlislægra
eiginleika Islendinga en hún segir á netsíðunni Vísir.is 24. október 2009 að
íslendingar séu sérlega góðir í að safha saman upplýsingum og ber þar
saman ritun Islendingasagnanna til forna og tölvuforritun dagsins í dag:
Við erum betri í því heldur en einhvers konar Las Vegas-fjár-
hættuspili. Eg dáist mjög að persónuleika Islendinga, þessari
ævintýrameimsku. Við erum þekkt fyrir hana. Við erum svo
háð ævintýramennsku að það jaðrar við fífldirfsku en það gerist
ekkert nema fólk taki áhættu. Kannski nýtist þessi persónuleiki
betur á öðrum stöðum en á hlutabréfamarkaðnum.96
Áhersla á sérstakt þjóðareðli er í þessum samtímaorðræðum oft blandin
áherslu á samstöðu sem sett er í samhengi \dð sameiginlega sögu hamfara.
Svafa Grönfeldt segir: „Ef Islendingar kunna eitthvað þá er það að takast á
við óblíða náttúru og erfiðar kringumstæður. Þess vegna held ég að við
ættum að vera sú þjóð sem er síst hrædd við svona hamfarir. Ef við kunn-
um eitthvað þá er það að standa traustum fótum og sigrast á erfiðleik-
91 Þórður Snær Júlíusson, „Engar aðgerðir kynntar í ræðunni“, 24 stundirl. október
2008, bls. 6.
92 „Þjóðin og framtíð hennar er öllu framar“, Fréttablaðið 7. október 2008, bls. 4.
93 Guðrún Guðlaugsdóttir, „Framtíðarsýn úr anddyri kreppu“, Morgunblaðið 2. nóv-
ember 2008, bls. 14.
94 Svafa Grönfeld, „Bjartsýni er eini valkosturinn", Fréttablaðið 11. október 2008, bls.
18.
95 Hanna Guðmundsdóttir, „Hrikalegt áfall... segðu þína skoðun í skoðanakönnun",
6. október 2008, http://www.delux.blog.is (skoðað 17. nóvember 2008).
96 „Sigur Rós tekur við af Björk“, Vísir.is 24. október 2008, http://visir.is/
article/20081024/LIFID01/750270071&SearchID=73334055567605 (skoðað 14.
nóvember 2008).
í32