Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Page 135
KJARNMESTA FÓLKIÐ í HEIMI
um“.9 Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins segir
jafnframt: „Islenska þjóðin hefln ítrekað sýnt það og sannað að með sam-
stöðu heflir hún staðið af sér miklar þrekraunir“98 og í einu bloggi má sjá
ummælin: „Elsku þölskjdda mín [þjóðin] stöndum saman og leysum málin
saman“.99 í öðru bloggi segir, í svipuðum dúr: „[...] við erum víkingar og
við höfum áður komist í gegnum harðindi“.100 A bloggsíðu frá október
2008 má lesa eftirfarandi orð sem endurspegla áræðni íslenskra forsvars-
manna útrásarinnar og tengsl samtímans við víkinga fortíðarinnar sem er
undirstrikuð af hefðbundinni mynd af karlmanni sem stendur í stafiú vík-
ingaskips:
Ég held að Baugur hafi ekki verið að flytja út neina sér þekk-
ingu, aðra en áræðni Jóns Asgeirs og félaga. [...] „ut vil ek“
sögðu víkingar og sagan sýnir að okkur farnast best þegar við
stundum mikil utanríkisviðskipti og förum víða. Það gildir jafnt
um víkingaöld sem og 21. öldina. Utrásin er og verður áfiram
mikilvæg fyrir íslenskt þjóðarbú.101
Hér vdrðast erfiðleikar vera eins konar hffræðilegt og félagslegt minni
sem aðstoðar fólk við að komast í gegnum núverandi ástand. I sumum til-
feflurn er þó einnig vísað til arfleiðar þjóðveldisaldarinnar án þess að það
snúist beint um hugmyndir um eðhshyggju. Orð Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar og Magnúsar Ama Skúlasonar í viðtali við Fréttablaðið
endurspegla þetta102 en þeir vísa til þess að Islendingar hafi alla tíð „unnið
sín mál með orðræðu og rökum“ og að við verðum að finna þessa leið sem
„Egill Skallagrímsson fann“.
97 Svafa Grönfeld, „Bjartsýni er eini vaIkosturirm“, bls. 18.
98 Höskuldur Þórhallsson, „Skorumst ekki undan ábyrgð“, Fréttablaðið 7. október
2008, bls 14.
99 Hanna Guðmundsdóttir, „Hrikalegt áfafl ... segðu þína skoðun í skoðanakönn-
un“.
100 Guðrún Halla, „Elskumar mínar!“, 12. október 2008, http://svetturskvisur.blog-
central.is/blog/2008/10/12/elsku stelpumar-minar/ (skoðað 17. nóvember 2008).
101 Gísh Gíslason, „Utrásin var og er mikilvæg fyrir íslenskt e&iahagsh'f1, 14. október
2008, http://gishgislason.blog.is/blog/gishgislason/entry/674081/ (skoðað 25.
nóvember 2008).
102 „Þurfum að halda í bjartsýnina“, Fréttablaðið 16. nóvember 2008, bls. 10-11.
x33